Siðariddari í NY endar sem vændiskúnni nr. 9

Spitzer-hjónin Það leikur enginn vafi á því að aðeins tímaspursmál er hvenær að demókratinn Eliot Spitzer muni segja af sér sem ríkisstjóri í New York. Það er kaldhæðnislegt að siðariddarinn mikli, sem frægur var fyrir að sækja til saka menn sem saksóknari í borginni og koma upp um glæpahringi, skuli sjálfur nú hafa endað sem vændiskúnni númer 9 í málsskjölum og falla í sama siðferðispyttinn og þeir sem hann hefur sótt til saka.

Spitzer hlaut um 70% atkvæða í ríkisstjórakosningunum árið 2006, fékk sterkt og gott umboð til að taka við af repúblikananum George Pataki. Á mjög skömmum tíma hefur hann klúðrað sínum málum og nú brotið lög og gerst sekur um athæfi sem hann svo margoft fordæmdi sjálfur. Það sem gerir stöðu Spitzers enn verri og óverjandi í sjálfu sér er að hann fór fram í kosningum, ekki aðeins í ríkisstjórakosningunum 2006 heldur áður er hann sóttist eftir embætti, sem maður heiðarleika og siðlegra stjórnmála.

Spitzer var af mörgum nefndur mr. clean, ekki aðeins í gamni með pólitískra gárunga heldur og vegna þess að hann seldi kjósendum þá ímynd sína að vera heiðarlegur maður og táknmynd siðlegra vinnubragða. Sú ímynd er hrunin með þessum fréttum og hann verður aldrei trúverðugur sem ríkisstjóri í New York framar. Það er því eðlilegt að repúblikanar reki á eftir afsögn Spitzers og það er eiginlega með ólíkindum að hann skyldi ekki segja af sér þegar í gærkvöldi þegar að hann viðurkenndi að hafa brugðist kjósendum og sínum nánustu.

Það er ekki hægt annað en að kenna í brjósti um eiginkonu Spitzers, Sildu, og börn þeirra. Ríkisstjórafrúin var hálf fjarræn og sorgmædd, allt að því vandræðaleg í þessum erfiðu aðstæðum, á blaðamannafundinum í gær þar sem hann reyndi að biðja hana og fjölskylduna afsökunar en svaraði engum spurningum fjölmiðlamanna. Hvernig geta konur birst við hlið manna sinna á svona stundum og varið þá? Það hlýtur að vera súrsæt og erfið lífsreynsla.

Það er varla við öðru að búast en að Spitzer segi af sér áður en repúblikanar muni höfða mál gegn honum. Þegar að Spitzer segir af sér mun vararíkisstjórinn, David Paterson, taka sjálfkrafa við embættinu. Hann er blindur og er þeldökkur og mun hann verða fyrsti þeldökki ríkisstjórinn í sögu New York-fylkis.

mbl.is Ríkisstjóri New York verði ákærður til embættismissis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn svo er nú annað. Hvernig drátt fær maður fyirir 1000$!!!

óli (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:00

2 identicon

Ja, ég er nú bara stoltur af honum.  Hann er breyskur eins og allir aðrir.  En hvað öðru líður að þá ætti nú kaninn að aflétta þessu lagabanni á kaup og sölu vændisþjónustu og veita þessum hópi fólks full atvinnuréttindi, annað er yfirgangur, ill meðferð og brot á mannréttindum.  Þessi hópur fólks býr við fordæmingu og lagabann sem á sér fáa hliðstæðu.  Bandarískur vinur minn er hommi og býr í New York og býður upp á vændisþjónustu og er hann ásamt kollegum sínum í stökustu vandræðum með sína starfsemi vegna sífelldra lögregluaðgerða þar sem lögreglan fer "under cover" og pantar þjónustu sem kúnni og kemur síðan í heimsókn með saksókn og handtökuheimild.  Atvinnuréttindi er það sem þetta fólk þarf, ekki handtökuheimild og fangelsisvist.

En þetta er svo sem ekki umræðuefnið hér á þessum þræði.

Róbert (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Óli: Fróðlegt að vita.

Róbert: Hann hefði fengið mildari meðferð ef hann hefði sem saksóknari ekki talað harkalega gegn þeim sem kaupa vændisþjónustu og markaðsett sig sem siðariddara í New York síðustu árin. það hefur enginn samúð með honum. Beðið er afsagnar. Hann verður ekki trúverðugur úr þessu, einkum í kjölfar þess að hann fellur í sama pyttinn og hann gagnrýndi svo harkalega áður. Bandarísku stöðvarnar hafa verið að vitna í ummæli hans og tjáningu um þessi mál og þetta er mjög pínlegt fyrir manninn. Tel að hann segi af sér fyrir helgi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.3.2008 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband