Sigríður Anna til Kanada - deilt um sendiherramál

Sigríður Anna Þórðardóttir Það er nú ljóst að Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrum umhverfisráðherra, mun verða sendiherra í Kanada þegar að Markús Örn Antonsson kemur heim til Íslands og tekur við embætti forstöðumanns Þjóðmenningarhússins. Það er þó mikil sendiherrahringekja framundan hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, og fjarri því allt búið þar með skipan þriggja nýrra sendiherra.

Mikil uppstokkun fylgir í kjölfarið á næsta ári því þegar að fimm til sjö sendiherrar hætta á svipuðum tíma og ljóst að Ingibjörg Sólrún mun skipa fleiri sendiherra en þessa þrjá á næstu tólf mánuðum. Það mátti finna örlitla ólgu á vissum stöðum í gær með þessa tilkynningu. Sumir spurðu sig að því hvort að Samfylkingin væri í samtryggingu pólitískra hagsmuna.

Það hefur alltaf verið svo að utanríkisráðherrar hafa skipað fólk með víðtæka reynslu til sendiherrastarfa. Fjöldi sendiherra hafa verið ráðherrar hér heima og tekið þátt í stjórnmálum. Jón Baldvin Hannibalsson skipaði fjölda krata sem sendiherra á sínum ferli, marga mjög virka í pólitík, og því er það svolítið fyndið að sjá suma skrifa eins og hálfgerð börn yfir því að Samfylkingin sé hrein mey í þessum efnum.

Flokkarnir sem að henni standa hafa skipað pólitíska samherja sína í sendiherrastóla og ég veit ekki betur en að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi skipað pólitíska andstæðinga sína líka sem sendiherra og nægir þar að nefna Svavar Gestsson, fyrrum formann Alþýðubandalagsins, og Guðmund Árna Stefánsson, síðasta formann Alþýðuflokksins.

mbl.is Sigríður Anna skipuð sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband