Like Father... Like Daughter

Lisa Marie Presley Það verður ekki um það deilt að Lisa Marie Presley er lík föður sínum, tónlistarkóngsins Elvis Presley, og er að verða ískyggilega lík honum bæði í töktum og framkomu. Það fer ekki á milli mála að hún hefur erft matarlist hans og skapgerðina margfrægu sem einkenndi hann. Presley var margfrægur fyrir matseðil sinn, margfræga kaloríubombu, þar sem ekki var neitt pláss fyrir hóflega matargerð.

Lisa Marie vill greinilega ekki fá sömu dóma og faðir hennar fékk á síðustu árum ævi sinnar þar sem frekar var rætt um holdafar hans og persónuleg einkamál, þar sem ofát og lyfjaneysla einkenndu fallandi gengi hans á áttunda áratugnum. Endalok föður hennar hafa hvílt sem mara yfir Lisu Marie allt frá því að hann dó þegar að hún var kornung og hún hefur staðið vörð um minningu hans. Það að falla í sama skuggann og einkenndi hann er ekki valkostur í hennar augum.

Lisa Marie hefur oft fengið harða dóma, bæði sem tónlistarmaður og karakter. Ekki verið allra, ekki frekar en hinn skapmikli og einbeitti faðir hennar, sem lét engan eiga neitt inni hjá sér. Það hlýtur líka að vera mjög erfitt að vera dóttir rokkgoðs og reyna fyrir sér í sömu list, eiginlega vonlaust, enda alltaf líkt við þá snilld sem áður var. Það hefur Lisa Marie gengið í gegnum þá þrjá áratugi sem liðnir eru frá því að pabbi hennar dó, þó margir trúi reyndar enn að hann sé lifandi, eins kómískt og það hljómar.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mál Lisu Marie gegn Daily Mail mun fara og hvort að hún geti náð höggi á þá sem ætla að stimpla hana sem matarfíkil og skaphund eins og pabba hennar.

mbl.is Presley sár og reið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ekki heyrt það áður að Elvis hafi verið skaphundur en gæti trúað að það hafi reynt á hann að vera svona frægur eins og hann var. Elvis var mesti og besti skemmtikraftur sem sögur fara af í mannkynsögunni. Til að ná slíkum hæðum í árangri þarf þar á bak við að vera manneskja með miklar tilfinningar eins og Elvis Aron Presley sannalega hafði.

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ 

B.N. (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband