Innanlandsflug hjá Iceland Express

Iceland Express

Mjög góð tíðindi að Iceland Express stefni að því að halda í innanlandsflugið. Ætlað er að fljúga sex sinnum á dag til Akureyrar og fjórum sinnum á dag til Egilsstaða. Stefnt er að því að bjóða upp á 30-40% lægri fargjöld en okkur er boðið upp á hjá Flugfélagi Íslands. Ekki veitir af að lækka flugfargjöld á innanlandsmarkaði, en það er rándýrt að fljúga innanlands og telst hreinn og klár munaður. Ekkert nema gleðiefni að þetta verði svona og altént fagna ég innkomu Iceland Express á þennan markað.

mbl.is Innanlandsflug hjá Iceland Express næsta vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband