Átakanlegur þáttur - ákall eftir upplýsingum

Foreldrar Kristins VeigarsÞað var átakanlegt að horfa á fréttaskýringarþáttinn Kompás á Stöð 2 í kvöld, en þar var fjallað um lát Kristins Veigars Sigurðssonar, fjögurra ára drengs í Reykjanesbæ, sem keyrt var á í nóvemberlok. Þetta er mjög dapurlegt mál og það tók á að hlusta á frásögn foreldra drengsins, sem hafa gengið í gegnum svo margt og þurfa að horfast í augu við að málið er ekki upplýst enn.

Eðlilega kalla þau eftir upplýsingum og aðstoð við að upplýsa málið. Það eru tímamót að íslenskur þáttur sé sýndur með pólskum texta. En það er eðlilegt í ljósi þess að sá sem grunaður er í málinu er pólskur og nánasta samfélag hans í Reykjanesbæ er pólskt. Það þarf að ná til þessa fólks og vonandi mun takast að leiða fram óyggjandi sönnunargögn sem svara spurningunni um það hver hafi keyrt á drenginn og verið svo kaldrifjaður að stinga af frá vettvangi.

Þetta mál verður sem mara yfir samfélaginu í Reykjanesbæ, einkum fjölskyldu drengsins, meðan að ekki hefur verið svarað lykilspurningum málsins. Þetta er mikill fjölskylduharmleikur og þessi saga er sorgleg. Það var ágætt að fá þessa upprifjun á málinu og heyra í foreldrunum, sem sjálf kölluðu eftir þessar umfjöllun og að umræðan um málið yrði opinberuð með þeirra hætti. Það er eðlilegt og rétt, þó frásögnin taki á.

Ég vil enn og aftur votta fjölskyldu Kristins Veigars innilega samúð mína. Ég vona að þetta mál verði upplýst og klárað með þeim eina hætti sem fær er svo nánustu ættingjar geti horft til framtíðar. Það er skelfilegt ef það gerist ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Bara alveg skelfilegt mál, það er satt. Skil ekki hvernig í ósköpunum manninum var leyft að fara úr landi - algerlega óskiljanlegt. Samúð manns er sannarlega hjá foreldrum Kristins, Guð styrki þau. Ég er sammála því að þetta mál verður að leysa með viðunandi hætti svo foreldrar hans geti snúið sér alfarið að því að syrgja og kveðja drenginn sinn...

Tiger, 12.3.2008 kl. 03:49

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

já mjög svo góður þáttur og snertir alla,vona að þetta berir  einhvern árangur/þetta fólk á alla  samúð/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.3.2008 kl. 05:46

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek undir þetta Stefán...þétta mál verður að upplýsa.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.3.2008 kl. 10:43

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mjög einfalt. Hann flúði land sem þýðir að hann er sekur. Bara að auglýsa eftir honum sem barnamorðingja hjá Interpol og fá hann framseldan frá Póllandi eða einhverjum öðrum ríkjum.

Fannar frá Rifi, 12.3.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband