Tilkynning Marðar - beðið eftir Stefáni og Ágústi

Mörður

Nú styttist í að framboðsfrestur renni út í prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem fram fer þann 11. nóvember nk. Nú hefur Mörður Árnason, alþingismaður, tilkynnt um framboð sitt í 4. - 6. sætið. Það er varla undrunarefni að þingmaður er hefur setið eitt tímabil vilji vera lengur, en Merði hafði mistekist naumlega bæði í kosningunum 1995 og 1999 að komast á þing. Það verður fróðlegt að sjá honum að muni ganga. Mikill fjöldi hefur gefið sig upp og orðinn þröngt setinn bekkurinn um 4.-6. sætið. Sú fyrsta til að gefa sig upp var Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi, og margir bæst svo við. Nýlega tilkynnti þó Gylfi Arnbjörnsson að hann hefði hætt við.

Stefán Jón Hafstein Ágúst Ólafur

Beðið er eftir ákvörðun Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Ágústs Ólafs Ágústssonar, varaformanns Samfylkingarinnar, um framboð. Mikla athygli vekur að varaformaðurinn Ágúst Ólafur hafi ekki enn gefið upp á hvaða sæti hann stefnir í væntanlegu prófkjöri, en það er öllum ljóst að fylgismenn Ingibjargar Sólrúnar flykkjast um sætin neðan við fjórða og fáir líta svo á að þeir eigi að bakka frá fyrir varaformanninn. Staða hans virðist vera mjög viðkvæm á þessu stigi.

Talað hefur verið um væntanlegt þingframboð Stefáns Jóns allt frá prófkjöri Samfylkingarinnar í febrúar. Þar missti Stefán Jón leiðtogastöðu sína hjá flokknum í borgarmálunum og hefur síðan horft í aðrar áttir, og það mjög skiljanlega. Þegar er Steinunn Valdís, sem var borgarstjóri síðustu misseri R-listans við völd, komin í þingframboð og vill halda í landsmálin, enda ekki áhugavert fyrir hana að vera í minnihlutaflokki undir forystu Dags B. Eggertssonar. Sama virðist vera með Stefán Jón. Talið er ansi líklegt að hann fari fram og tilkynni það í dag eða á morgun.

mbl.is Mörður sækist eftir 4.-6. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband