Talsmaður neytenda í þingframboð

Gísli Tryggvason

Nú hefur Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tilkynnt um framboð sitt í annað sæti á lista Framsóknarflokksins í kraganum. Það verður væntanlega nokkur slagur um það sæti, en listinn verður kjörinn á tvöföldu kjördæmisþingi flokksins, eins og í öllum kjördæmum nema Norðvesturkjördæmi. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, virðist óumdeild sem leiðtogi listans. Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi, skipaði annað sætið í síðustu kosningum en ætlar ekki í framboð nú, enda orðinn embættismaður í Kópavogi og ætlar að helga sig því.

Ég er handviss um að Gísli Tryggvason er heiðursmaður, eins og hann á ættir til. Hann er vel ættaður inn í Framsókn. Faðir hans, Tryggvi Gíslason, var skólameistari MA í áratugi og föðurbróðir hans, Ingvar Gíslason, var þingmaður Framsóknarflokksins hér á Norðurlandi um árabil og menntamálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens 1980-1983. Það er nú svo að ég skil ekki algjörlega til fulls þennan titil talsmaður neytenda.

Er þetta talsmaður minn og þinn, lesandi góður, á neytendamarkaði? Botna ekki í þessu fimbulfambi. Er þetta ekki bara enn ein staðan sem er sett fram til að dekka framsóknarmenn hjá hinu opinbera. Kannski harkalegt mat, en hvað með það. En getur talsmaður neytenda farið í þingframboð og verið talsmaður á meðan? Þegar að stórt er spurt verður oft skelfilega fátt um svör.

mbl.is Gísli Tryggvason í framboð fyrir Framsóknarflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Svarið við þessari "stóru" spurnigu er einfalt: Nei, Gísli getur augljóslega ekki verið talsmaður okkar neytenda og í prófkjörsslag eða framboði á meðan. Það er algjörlega á hreinu og hefur ekkert með persónu Gísla að gera. Þessvegna verður hann að fara í launalaust frí strax.

Hlynur Hallsson, 19.10.2006 kl. 15:30

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þar erum við enn og aftur sammála Hlynur. Þetta tvennt fer ekki saman.

Stefán Friðrik Stefánsson, 19.10.2006 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband