Hannes dæmdur til að greiða Auði fébætur

Hannes Hólmsteinn Það kom mér að óvörum að Hæstiréttur myndi dæma Hannes Hólmstein til að greiða Auði Laxness yfir eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Mér finnst þessi dómur vekja margar spurningar, enda tel ég þetta háar bótagreiðslur sem dæmdar eru í málinu og eiginlega hærri en í mörgum umdeildum málum á síðustu árum.

Mér finnst þessi dómur mjög harkalegur og ganga í sjálfu sér mjög langt. Fer ekki leynt með þá skoðun mína. Í raun má segja að dómurinn tjái það mat sitt að yfir 200 blaðsíður af fyrsta bindi ævisögunnar hafi brotið gegn rétti nóbelskáldsins og er greinilegt á dómsorði að rétturinn telur fyrsta bindið meingallað og ganga gegn fjölskyldu skáldsins.

Það er alveg ljóst að ævisaga Hannesar um Halldór Kiljan Laxness hefur verið umdeild frá því að áður en Hannes hóf ritun hennar og deilurnar stóðu mun lengur en frá þeirri stund er fyrsta bindið varð opinbert. Það hefur verið mitt mat að þessi þriggja binda ævisaga Laxness eftir Hannes hafi verið vönduð og vel úr garði gerð, sérstaklega annað bindið.

Hvað varðar hið umdeilda fyrsta bindi má vissulega velta því fyrir sér hvort að þar hafi verið rétt að verki staðið. Hinsvegar finnst mér þessar bætur út úr öllu korti og eiginlega setja bótakröfur á svolítið hærra plan, þar sem þolendum alvarlegra glæpa eru stundum dæmdar aðeins brot af þessari upphæð sem HHG þarf að greiða Laxness-fjölskyldunni.

Það er margfræg sú þjóðsaga að Sjálfstæðisflokkurinn hafi yfirráð yfir Hæstarétti og vinir hans ráði þar för og þeir sem þeim tengist fái þar auðvelda og góða meðferð. Sú þjóðsaga vissra aðila í samfélaginu á sennilega ekki vel við á þessum degi.

mbl.is Bótaskyldur vegna ævisögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Einu sinni þegar ég var á heimili ónefnds manns sem hefur sterk tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn heyrði ég á samtal hans og nokkurra svipaðra manna um þá nýlega skipan Ólafs Barkar í hæstarétt.

Aðalinntakið í því samtali var sú fullyrðing eins þeirra að Ólafur Börkur hefði ekki mikil ítök þarna, þar sem hann myndi byrja í neðri deild hæstaréttar.

Nú veit ég ekki hvað það á að merkja, en tók þó eftir því að hvorki Ólafur Börkur né Jón Steinar dæmdu í máli Hannesar.

Voru þeir kannski óhæfir, eða eru þeir í "neðri deild" og fá ekki að dæma merkileg mál?

Spyr sá sem ekki veit.

Helgi Bergmann (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 00:45

2 identicon

Helgi: það hefði verið í hæsta mála óeðlilegt ef Jón Steinar hefði átt aðkomu að þessu máli.  Vegna tengsla hans við HHG er hann óhæfur til að dæma í málinu.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband