Er Bandið hans Bubba eðall eða hágæðarusl?

Bandið hans Bubba Bandið hans Bubba er umtalaðasti þátturinn núna. Annaðhvort er elskað að hata þáttinn og dissa Bubba í tætlur, eða dýrkað bæði kóng og showið. Ekki vantar umtalið og Bubbi hefur sjálfur kryddað vel í það með yfirlýsingum um mann og annan. Hiklaust allt eitt risastórt plott til að næla sér í umfjöllun og athygli, sem hefur tekist. Bubbi er eitt mesta yfirlýsingatröll síðustu áratuga, pólitískur og mannlegur í skotheldri blöndu, og nær enn athygli út á það, síðast sem yfirlýsingabloggarinn Ásbjörn.

Hef haft gaman af þættinum hans Bubba. Kannski ekki vegna Bubba prívat og persónulega, heldur vegna þeirra söngtalenta sem þar eru algjörlega að blómstra. Missti alveg af kynningarkvöldunum og sá því keppendur fyrst í þessari uppsetningu í sjónvarpssal. Þessir tíu söngvarar sem héldu í vegferðina til að fronta bandið hans Bubba eru mjög misjafnir en eiga allir heiður skilið fyrir að leggja í slaginn og taka lög, sum misjafnlega æfð í framkomu og eru að slípast til eins og demantar með hverju kvöldinu, á meðan að sumir finna ekki fjölina sína.

Frá fyrsta kvöldinu hef ég átt mína tvo uppáhaldskeppendur. Ef allt er eðlilegt fara þeir í úrslitin. Þeir sem mér fannst lélegastir í keppninni eru farnir heim fyrir nokkru sem betur fer. En það er alveg kristalstært að Eyþór Ingi og Arnar eru svo algjörlega langbestir í þessari keppni að úrslitaþátturinn hlýtur að vera á milli þeirra. Þvílíkir snillingar. Dalvíkingurinn Eyþór Ingi er auðvitað náttúrutalent og það segir allt um hæfileika hans að Bubbi skyldi sækja hann til þátttöku á vinnustaðinn í Sundlauginni á Dalvík, leggja lykkju á leið sína og sækja þennan frábæra söngvara í keppnina. Enda er hann að standa sig frábærlega.

Arnar hóf þessa keppni með frábærri íslenskaðri útgáfu af Queen-smellinum The Show Must Go On og var algjörlega frábær og hefur verið í sérflokki alla tíð síðan, var síðast að brillera í gærkvöldi með Álfa Magnúsar Þórs. Frábær frammistaða og alveg ljóst að kappinn fer í úrslitaþáttinn. Hinir þátttakendurnir eru svona misjafnlega mikið la la. Þeir sem hafa verið lakastir hafa verið að detta út einn af öðrum. En það er ljóst hvert stefnir og allt er eðlilegt með tónlistarsmekk landans fara Eyþór Ingi og Arnar í úrslitin.

Það er deilt um það hvort svona söngprógramm virki. En svo fremi sem að við fáum frábæra söngvara í íslensku tónlistarflóruna, söngvara sem geta meikað það án athyglinnar sem fylgir vikulegum sjónvarpsþáttum og nafni kóngsins Bubba að þá er þörf á svona þáttum. Og ég er viss um að flestir þessir keppendur finna sína fjöl þó að það sé eins og gengur svo að það eru afburðakeppendur í hverjum leik. Þeir eru sannarlega þessir tveir söngvarar sem eru á öðrum klassa en aðrir.

Bubbi er bara fínn. Hef ekki alltaf verið sammála honum. En ég er hrifinn af pólitíska tóninum í honum, yfirlýsingum um mann og annan. Þetta er bara hans stíll. Það væri stílbrot ef Bubbi færi að breyta sér á sextugsaldri fyrir einhverja besservissera úti í bæ. Þetta er Bubbi, hann var fílaður svona í denn og engin þörf á að breyta því á 21. öld.

mbl.is Bubbabörnum boðið upp á tattú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Það er deilt um það hvort svona söngprógramm virki. En svo fremi sem að við fáum frábæra söngvara í íslensku tónlistarflóruna, söngvara sem geta meikað það án athyglinnar sem fylgir vikulegum sjónvarpsþáttum og nafni kóngsins Bubba að þá er þörf á svona þáttum.  WHAT ??

Hvaða frábæri söngvari hefur komið úr þessu drasli???

Held að Hildur Vala sé það skásta sem hefur komið í gegnum þetta sull.

Það hefur verið keppni í gangi í 20-25 ár og hefur hún skilað 20-25 flottum söngvurum og örugglega 10 frábærum.

Þessi keppni heitir Söngkeppni framhaldsskólana, svo er grunnskólakeppnin líka mun skárri en þetta ofur pródúseraða  Idol X-dol Bubb-dol Strákarnir-dol drasl.

Það sem Bubb-dolið hefur framyfir hitt dol draslið er :dómnefndin er fyndin (fyrir utan Bubba) og þetta band er svakalegt!!!!

Þórður Helgi Þórðarson, 15.3.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Þórður

Ég er að meina að með frábærum söngvurum er hægt að réttlæta svona keppni. Semsagt; séu góðir söngvarar er hægt að tala vel um keppnina. Ég tel þá tvo sem mér finnst bestir og mér finnst þeir mjög góð talent.

Er sammála því að Hildur Vala sé mjög góð söngkona og það besta úr Idolinu. Var aldrei mesti áhugamaðurinn um Idolið, þó ég horfði stundum á það vissulega. En þeir eru fáir sem standa eftir þann pakka vægast sagt.

Bandið er já algjörlega magnað. Sá sem mun fronta það verður að vera ekta og svo fremi að annar þessara stráka vinni mun bandið fitta vel við söngvarann.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.3.2008 kl. 17:45

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bubbi ætti að taka áskorun Árna Jónssen. annað hvorri svona til þess að sanna að þetta er ekki allt bara í kjaftinum á honum.

persónulega hef ég aldrei þolað þessa -dol þætti. eina sem þeir hafa að mínu mati skilað af sér er mikil athygli handa dómurunum. 

Fannar frá Rifi, 16.3.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband