Velheppnað umferðarátak

Stopp-merki

Árið 2006 hefur verið mjög erfitt í umferðinni. Margir hafa látið lífið í umferðinni, fjöldi alvarlegra slysa verið með ólíkindum mikill og fjöldi fólks í sárum vegna banaslysa í umferðinni. Fyrir nokkrum vikum var stofnað til umferðarátaksins Nú segjum við stopp. Tæp 40.000 manns rituðu nafn sitt í vefsöfnun átaksins og niðurstöður hraðamælinga á höfuðborgarsvæðinu sýna víst að hraðinn minnkaði eitthvað. Þetta átak var nauðsynlegt til að minna okkur á að það verður að hugsa þessa hluti upp á nýtt og reyna að stilla hraðanum í hóf.

mbl.is ,,Nú segjum við stopp!" bar greinilegan árangur að mati Umferðarstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband