Slys í nýrri verslun Rúmfatalagersins á Akureyri

Rúmfatalagerinn Það er dapurlegt að heyra að slys hafi orðið í nýrri verslun Rúmfatalagersins hér á Akureyri í dag. Verst er að vita ekkert hversu alvarleg meiðsli litlu stelpunnar voru, en fallið er mjög mikið og vonandi að þetta hafi farið vel miðað við aðstæður. Sendi allavega henni og aðstandendum hennar góðar kveðjur mínar og vona að hún nái heilsu sem fyrst.

Gerði mér ferð eftir hádegið í dag í nýju verslunina til að skoða þennan fyrsta áfanga viðbyggingarinnar við Glerártorg sem tekinn er í notkun, en öll viðbótin verður tekin í notkun síðla maímánaðar. Verslunin er stórglæsileg í alla staði og flott viðbót í verslunarflóruna hér á Akureyri.

Óska eigendum og starfsfólki Rúmfatalagersins hér til hamingju með flotta verslun sem án vafa verður vinsæl hjá bæjarbúum.

mbl.is Fjögurra ára stúlka féll niður rúllustiga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þá ekki eitthvað sem Færeyingurinn þarf að laga ef svona slys verða strax.Vona að stúlkunni líði vel.Kveðja frá Akranesi

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:53

2 Smámynd: Anna Guðný

Ég hef nú trú að því að þeir einu sem geta virkilega lagað þetta séu við foreldrar, eða þeir sem eru með börnin hverju sinni. Við hleypum börnunum okkar ekki einum í sundlaugina , eða út á götu. Og það sama gildir þarna. Passa börnin sjálf. En ég fór þarna með mín börn og viðurkenni að stiginn heillaðir þau mun meira en djúsinn og kleinurnar. Ekki verið rúllustigi í háa herrans tíð á Akureyri. Ekki síðan í gamala Kaupfélaginu og hann gekk bara upp.

Anna Guðný , 16.3.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband