Umferðarslys og myndbirtingar

Það er skelfilegt að heyra af þessu umferðarslysi í Hafnarfirði. Það er alltaf sama sjokkið að lesa svona fréttir. Vonandi munu allir ná sér að fullu eftir þetta slys.

Það er gott að ekki sé birt mynd af vettvangi með þessari frétt. Ætla að vona að Netmogginn fari að hætta þessum viðkvæmu myndbirtingum sem oftar en ekki eru sem þungt högg fyrir aðstandendur, en þess eru dæmi að fólk hafi séð í gegnum slíkar myndbirtingar að ættingjar þeirra hafi lent í slysinu sem fjallað er um.

Hef skrifað nokkuð um þetta og fundist það mikilvægt. Mér finnst eitt að birta mynd af slysstaðnum ef til eru fyrir slysið eða þá að gera eins og sést með þessari frétt, þar sem mynd er birt sem getur sýnt lögregluljós og verið almenns eðlis en sýnir ekki aðstæður í nærmynd.

mbl.is Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sammála þér, reyndar finnst mér heldur ekki eigi að vera hægt að blogga um þessar fréttir, það er engin virðing.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.3.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Jón Svavarsson

ÉG er ekki sammála ykkur, nema bara að litlu leiti, atburðir gerast hvort sem okkur líkar betur eða verr. Ef ég mætti ráða þá myndi ég banna öll slys, en því miður þá get ég ekkert í því gert! Allt það sem er að gerast í kringum okkur er hluti af sögunni, en það er heldur ekki hægt að gera öllu skil og því er helst tæpt á því sem alvarlegast er eða mestan áhuga vekur hverju sinni. Það er heldur ekki í óvirðingarskyni að fjalla um alvarleg umferðaslys en á síðustu átta árum hefur dregið verulega úr slíkum umfjöllunum, því ómögulegt er fyrir okkur fréttaljósmyndara að fylgjast með þeim atburðum í dag. Þegar skip og flugvélar hafa farist þá er oft fjallað um það á forsíðu og birtar myndir af heilu skipshöfnunum og stundum vettvang ef slíkar myndir eru til, er það gert í virðingar og minningarskyni um þá sem þar fórust. En vissulega eru ákveðnar siðareglur í öllu af því tagi, nöfn eru aldrei birt fyrr en náðst hefur í alla aðstandendur og það er vissulega ekki við hæfi að birta myndir af fórnarlömbum slysa í blóði sínu. Góð fréttamynd af slysavettvang þarf að sýna umfangið og afleiðingar auk björgunarliðs að störfum en ekki slasað fólk, þetta heitir að skrá heimildir! það kann að þykja stundum að myndir séu birtar bara skömmu eftir að atburður gerist en það er samt oftast einum til tveimur tímum seinna eða jafnvel enn síðar. Fólk fær fregnir af alskyns atburðum og þá einnig voða atburðum, því þarf oft að skýra frekar um málið og eins og gamalt kínverskt máltæki segir; þá segir ein mynd meira en þúsund orð fá lýst.

Kær kveðja, 

Jón Svavarsson, 19.3.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband