Siðariddarinn og háklassahóran

Ashley Alexandra Dupré Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umfjöllun bandarískra fjölmiðla um það hvernig siðariddarinn í New York, Eliot Spitzer, slátraði stjórnmálaferli sínum með því að sænga hjá hágæðahórum og stundaði viðskipti við vændishringa sem hann fordæmdi áður sem saksóknari. Og auðvitað varð gellan sem reið Spitzer að fullu pólitískt heimsfræg með det samme.

Það hefur eiginlega verið með ólíkindum hvað bandaríska pressan hefur gengið langt í að draga upp hinar ýmsu persónulegu staðreyndir um Ashley Alexöndru Dupre og síðan hennar á myspace varð eflaust sú vinsælasta í síðustu viku. Þetta var stelpa sem leiddist út í vændi vegna þess að henni vantaði peninga, hafði ekki peninga fyrir íbúð og nauðsynjavörum og ákvað að gera út á sig - hafði líka ansi gott út úr því.

Vildi verða fræg tónlistarkona og þráði athyglina. Hún fékk hana líka í massavís og sér ekki fyrir endann á því. Ætli að hún sjái samt ekki eftir kúnna númer níu þegar að hólminn kom, bæði að hafa tekið hann að sér og þjónustað með þeim afleiðingum að hún fékk frægðina sem hún þráði í vænum ofskammti.

mbl.is Vændiskonan missti af milljón dollurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kvitt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.3.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband