Táknrænn sigur - breska pressan gekk of langt

McCann-hjónin Það er gott að fjölmiðlarnir sem lengst gengu gegn Gerry og Kate McCann hafi beðið þau afsökunar á fáránlegum ásökunum í þeirra garð í haust er grunur beindist að þeim. Breska pressan ýkti verulega stöðu málsins í forsíðuuppslætti og fór alltof langt í fullyrðingum. Hraðinn við að verða fyrstur með mögulega stórfrétt blindaði þá sem stjórna þessum fjölmiðlum og of margt var sagt án ábyrgðar.

Mér fannst allt frá upphafi það vera of ótrúlegt til að vera satt að McCann-hjónin gætu banað dóttur sinni - til þess að fullyrðingarnar gætu gengið upp hefðu þau þurft að bíða í margar vikur með að fela lík dóttur sinnar, í miðju þess fjölmiðlakapphlaups sem þau voru í eftir hvarf Madeleine. Það var of líkt atriði úr fjarstæðukenndri hasarmynd en því sem á sér stað í raunveruleikanum.

Það er það versta við þetta mál að fjölmiðlar gangi of langt og reyni að búa til fréttir áður en alvöru staðfesting kemur á því sem sett er fram. Það virðist hafa verið hugsað um uppslátt í fyrstu frétt mun frekar en það sem sannara reynist í þessu tilfelli.

Fjölmiðlakapphlaupið í þessu máli hefur verið mikið frá fyrsta degi. En það réttlætir ekkert rangar fullyrðingar og þær árásir sem beint var að foreldrunum í bresku pressunni. Því er þessi afsökunarbeiðni mikilvæg og sterk skilaboð felast í því.

mbl.is Foreldrar Madeleine beðnir afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páska og hafðu það gott

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband