Öflugur fundur í Valhöll

Geir og Björn

Ég las í flugvélinni milli Reykjavíkur og Akureyrar í kvöld ítarlega forsíðufrétt Morgunblaðsins um fund Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, sem haldinn var í Valhöll í gær. Því miður gat ég ekki setið fundinn, þó ekki væri ég langt staddur frá Reykjavík, en ég var á málefnaþingi SUS í Reykjanesbæ um helgina. Það er mikilvægt að þessir tveir forystumenn innan flokksins, kjördæmaleiðtogar í Reykjavík, fundi saman og sérstaklega mikilvægt að þar sé rætt um öryggismál Íslands, stöðu mála á þessum tímapunkti.

Það er gleðiefni að sjá hversu vel forsætisráðherra talar um pólitísk verk Björns Bjarnasonar hin síðustu ár. Tek ég undir ummæli Geirs í þessum efnum. Björn er einn traustasti og besti ráðherra sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt í sögu sinni. Yfirburðaþekking hans á utanríkis- og varnarmálum hefur skipt miklu máli og gleðiefni að formaður flokksins og forsætisráðherra fari svo vel yfir verk Björns almennt með þessum hætti.

Þetta virðist hafa verið velheppnaður og öflugur fundur í Valhöll og leitt að geta ekki setið hann. Það var fróðlegt að lesa frétt Moggans um þetta í sunnudagsblaðinu.

mbl.is Geir segir aðför að Birni Bjarnasyni sérlega ógeðfellda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband