Merkileg heimild um ógnarstjórn Kínverja í Tíbet

art.tank.tibet.gi Þessi myndklippa ástralska ferðamannsins í Tíbet er merkileg heimild um það hvernig Kínverjar koma fram við fólkið í Tíbet og heldur því í gíslingu og ber niður ákall um mannréttindi og sjálfstæði þar. Það er svosem engin ný tíðindi að einræðisstjórnin í Kína berji niður allar raddir um mannréttindi en það er samt sláandi að sjá hvernig þetta er og því er mikilvægt að þetta myndband verði opinbert.

Við eigum að taka afstöðu með Tíbet í þeim óeirðum sem hafa staðið og munu standa áfram í þeirri stöðu sem uppi er. Víða hefur fólk fengið nóg af því sem gerst hefur og það er gullið tækifæri að vekja athygli á þessu í aðdraganda Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Kína eftir nokkra mánuði. Það var skandall þegar að ákveðið var að halda Ólympíuleikana þar og jafnfjarstæðukennt og þegar að kvennaráðstefnan var haldin þar fyrir þrettán árum, sem auðvitað varð umdeild fyrir staðarvalið.

Mér fannst það flott hjá Björk að tileinka fólkinu í Tíbet lagið Declare Independence. Þar sást vel að hún er töffari, eitilhörð og ekki hrædd við að tjá sig hreint út. Það er mikilvægt að við hér á Íslandi tölum máli þessa fólks og styðjum það í baráttunni gegn kínverskum stjórnvöldum. Við eigum ekki að nudda okkur utan í þessi blóði drifnu stjórnvöld, sem drápu stúdenta á torgi hins himneska friðar fyrir tveim áratugum og hafa sýnt og sannað að mannréttindi eru einskis metin þar.

Lagið hennar Bjarkar er í spilaranum.

mbl.is Myndband ferðamanns í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæll Finnbogi Vikar

Takk kærlega fyrir kommentið og góð orð.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 21.3.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Boða mótmæli fyrir utan kínverska sendiráðið á laugardaginn klukkan 13...

Meira á mínu bloggi eftir andartak;)

Birgitta Jónsdóttir, 21.3.2008 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband