Bergmál frá hellisbúanum Osama Bin Laden

Osama Bin Laden Osama Bin Laden hefur nú komið ógeðfelldum hótunarboðskap sínum á framfæri annan daginn í röð, væntanlega til að minnast fimm ára afmælis Íraksstríðsins og ennfremur til að skelfa fólk um allan heim, einkum Evrópubúa, en það er ljóst af orðum hans í gær að hryðjuverkaógnin vofir ekkert síður yfir Evrópu en Bandaríkjunum.

Það eru ekki lengur tíðindi í sjálfu sér að ógeðið velli frá þessum hatursmanni sem elur á því að hræða fólk og valda ókyrrð. Hann lifir á því að kynda undir bálið og hræðsluáróðurinn er hans málflutningur. Það er greinilegt að við öll í Evrópu erum skotmark ekkert síður en risaveldin sem stóðu að Íraksstríðinu. Hann notar skopmyndamálið nú auðvitað sem tylliástæðu til að kynda undir gegn Evrópu allri og reyna að hræða okkur í skotgrafirnar.

Bin Laden fer víða í boðskap sínum. Hann gefur margt í skyn og kyndir undir með hatri sínu og skítkasti, einkum að því er virðist gegn Evrópu þessa dagana. Það er alveg ljóst að við lifum ekki lengur á hlutlausu svæði, svæði sem er utan við átakalínur nútímans, hryðjuverkaógnin vofir yfir okkur öllum. Það er ekki bara alið á hatrinu gegn stórveldum, heldur hinum smærri líka. Og við getum ekki annað en fordæmt það sem frá þessum manni kemur.

Þessi átök eru orðin miklu flóknari en svo að þar spili stórveldi gegn kolklikkuðum öfgamanni og samtökum hans. Þetta er barátta nútímans. Þar er öll heimsbyggðin undir - alið er á hatrinu gegn öllum sem voga sér að hafa aðrar skoðanir en þessi kolklikkaði hellisbúi einhversstaðar úti í buskanum. Hann þekkir ekki aðrar skoðanir en sínar eigin og fordæmir allar aðrar. Þessi hellisbúi er mesta meinsemd nútímans.

mbl.is Ný upptaka með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Bush og bin Laden eru að spila með fólk

Sigurður Þórðarson, 21.3.2008 kl. 03:28

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilega páska

Jónína Dúadóttir, 21.3.2008 kl. 07:50

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Mikið getum við verið þakklát Illuga Jökulssyni fyrir að vekja athygli þessara afla á þessu litla eyríki okkar, þar sem margdæmdir afbrotamenn og heilu þjófagengin labba hindrunarlaust inn í land sem hvorki hefur her né atkvæðamikla lögreglu. Þeir gætu jafnvel komið hingað og stillt nokkrar sprengjur og verið farnir aftur úr landi áður en sprengjurnar springju.

Já við getum svo sannarlega verið honum Illuga þakklát. Eru þið ekki sammála því? 

Guðbjörn Jónsson, 21.3.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband