Dökku hliðarnar á samfélaginu

Sprautunálaránin í Breiðholti eru alvarlegt mál. Þar koma fram dökku hliðarnar á samfélaginu. Þegar að framin eru rán hérlendis með því að hóta að smita fólk af lifrarbólgu C er ekki hægt annað en verða hugsi. Það er eitt að verslanir séu rændar í borginni svo til í hverri viku en þarna er fetað nýja og óvægna slóð til að reyna að komast yfir peninga, sígarettur og allskonar smotterí.

Neyðin virðist svo mikil að öllum brögðum er beitt meðal annars að beita sprautunálum sem vopnum. Það er vonandi að lögreglan upplýsi þessi mál og farið sé yfir hvað sé að hjá þeim sem grípa til slíkra úrræða til að komast yfir nokkra þúsundkalla og smotterí í sjoppum. Eitt mál af þessu tagi er alvarlegt en þrjú eru augljóst merki um að eitthvað er stórlega að í samfélaginu.

Svona fréttir eru auðvitað alltaf napur vitnisburður þess hvernig samfélagið er orðið og er boðberi um dapurlega þróun mála.


mbl.is Þrír yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með fullri virðingu en þegar kemur að afbrotum á Íslandi er eitt atriði alltaf áberandi hjá almenningi og það er aumingjadýrkunin.  Algengar línur eru t.d.

Neyðin virðist svo mikil....  (&) .... farið sé yfir hvað sé að hjá þeim....

Við erum ekki í Afghanistan heldur í ríku landi í vestur-Evrópu og hérna er löngu kominn tími á að fólk beri ábyrgð á gjörðum sínum og fari í fangelsi.  Einhverjir fræðingar geta svo velt hinu fyrir sér upp í háskóla og komið þeim upplýsingum síðan til heilbrigðisyfirvalda.

Gústaf (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband