Ábyrgðarleysi foreldra

Það er ekki hægt annað en að velta því fyrir sér hvað sé orðið um ábyrgðarkennd foreldra þegar að 15 ára unglingi er falið að keyra bifreið og faðirinn er undir áhrifum áfengis í bifreiðinni. Mér finnst það eitt þegar að unglingar taka bíl traustataki og lenda í vandræðum en þegar að foreldri er í bifreiðinni og hefur greinilega enga ábyrgðartilfinningu til að taka af skarið um það hvað sé rétt og rangt er eitthvað stórlega að.

Það heyrast reglulega sögur um að foreldrar reddi ólögráða börnum sínum áfengi og sígarettur áður en þau ná löglegum aldri til að kaupa það og ráða sér sjálf en mér finnst það hálfu verra þegar að foreldrar bregðast skyldu sinni í að ala upp börnin sín og láta svona nokkuð gerast eins og segir frá í þessari frétt um það sem gerðist í Bolungarvík.

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft og það er ekki til að auka trúverðugleika foreldra þegar að svona nokkuð klúður gerist og allt undir eftirliti foreldranna.

mbl.is 15 ára ökumaður ók útaf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Fullur pabbi, sem lætur próflausan 15 ára son sinn keyra, er augljóslega bullandi virkur alki sem lætur eigin fíkn stýra dómgreind sinni. Hann treystir Bakkusi fyrir dómgreind sinni og það er val sjúks heila.

En ég myndi samt ekki rugla þessu saman við það, að kaupa áfengi fyrir ungling sem er eldri en t.d. 16-17 ára. Það er ekki gefið að það sé einhliða ábyrgðarlaust, ef það er liður í því að hafa áhrif á að unglingurinn læri að drekka á ábyrgðarfullan hátt (og hann þá ekki alki). Sjálfsagt er þetta þó sjaldnast skýringin. 

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband