Fjölmenningarleg slagsmál í Breiðholtinu

Það er frekar dapurlegt að heyra fregnir af líkamsárásunum og ofbeldinu í Breiðholti í dag. Allir hlutaðeigandi eru innflytjendur og er þetta væntanlega til marks um fjölmenningarleg átök, átök sem ganga langt og eru meðal innflytjenda. Það væri fróðlegt að vita hvað búi þarna að baki. Eru þetta átök milli fólks af mismunandi uppruna, hefnd vegna einhvers eða hreinlega bara persónulegar væringar sem ljúka svo brútalt?

Það vantar ekki tíðindin úr Breiðholtinu síðustu dagana. Sprautunálaránin voru kuldalegt dæmi um það hversu mjög við erum að færast því ofbeldi sem fjallað er um í fréttum frá öðrum löndum. Það er því miður að verða nær daglega sagt frá því í fréttum að verslanir séu rændar, fólk berji hvort annað í klessu og ráðist sé að fólki sem hefur ekkert sér til sakar unnið.

Það sem vekur mesta athygli er hversu mörg þessara mála má rekja til innflytjenda. Enda er greinilegt að þau dæmi eru notuð til að kynda undir hatur á innflytjendum almennt og greinilegt að þessi þróun er vatn á myllu þeirra. Það er leitt ef lítill hluti innflytjenda kemur almennu óorði á alla sem hingað koma.

Þetta er vond þróun en um leið mikið umhugsunarefni. Það er leitt ef borgarhverfin breytast í Harlem vegna innbyrðis átaka innflytjenda og færir okkur inn í annan menningarheim en við þekkjum og viljum örugglega ekki horfa þegjandi á í nærmynd.


mbl.is Sex leitað vegna árásar í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nú bý ég í Breiðholti. hef þó ekki orðið neins var. enda er Breiðholtið stórt. fjölmennara en Akureyri, eftir því sem ég best veit. hér í neðri hæðum holtsins er friðsamt og gott að búa.

Brjánn Guðjónsson, 22.3.2008 kl. 21:54

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Fyrirsögnin á þessum pistli þínum er tær snilld.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2008 kl. 00:15

3 identicon

Sæll Stefán,

Fjölmenningarvitleysan mun leiða af sér hatur og ofbeldi í framtíðinni.  Þessi skefjalausi fólksinnflutningur, algerlega stjórnlaus  kann ekki góðri lukku að stýra.  Verstir af öllum eru múslimar, sem vilja troða ósiðum sínum og trúarofstæki upp á okkur.  Mér finnst að þetta lið eigi bara að vera heima hjá sér.  Þau eru hins vegar velkomin af minni hálfu ef þau aðlaga sig að okkar siðum og menningu. 

Vísa hér í eldra blog mitt um þessi málefni.

Með kveðju,

Kári Lár. 

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 00:25

4 identicon

Sælir

Tek undir með Brjáni, Breiðholt er stórt og skiptist í mörg hverfi! Það er alveg óþolandi þegar fjölmiðlar og aðrir yfirfæra atburði í einu hverfi á allt svæðið.

mbk. 

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 02:08

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ein kjánaleg spurning til Kára... velkomin ef þau laga sig að okkar siðum og menningu segir þú..... hvernig þætti þér að fá þær kveðjur ef þú ætlaðir að setjast að einhversstaðar erlendis....

Velkominn ef þú lætur af öllum íslenskum siðum og menningu... og tekur upp okkar...

Jón Ingi Cæsarsson, 23.3.2008 kl. 02:26

6 identicon

Ég tek undir af heilum hug með Jóhanni. Sjálfstæðisflokkurinn ber hér alla ábyrgð. Einusinni var hann ábyrgur flokkur með stefnu. Núna er hann stefnu laus regnhlíf yfir hagsmuna samtök og hættulegur lýðræðinu. Hann er t.d. eini flokkurinn í seinni tíma stjórnmálum á Íslandi sem hefur gerts sekur um grímulausan rasisma, þegar hann lét setja asíubúa í varðhald í Keflavík í tilefni komu Kína forseta. Það var vegna viðskiptahagsmuna í Kína. Núna stendur hann fyrir óheftum innflutningi fólks vegna sömu hagsmuna. Stefna hans í málefnum innflytjenda er ábyrgðarlaus og skaðleg.

Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 08:05

7 Smámynd: Hugrún Jónsdóttir

Ég veit ekki betur en að það búi hér nokkrir tugir, eða jafnvel hundruð múslima. Ég hef ekki tekið eftir trúarofstæki frá þeirra hendi, eða að þeir neiti að aðlaga sig að íslenskum siðum.

Endilega bendið á dæmi ef þið þykist vita betur.

Er það ekki staðreynd að einhver hluti innflytjenda eru að flýja bág kjör heima fyrir? Mér finnst svolítið ljótt að segja þetta, en er hrædd um að þetta sé staðreynd - stór hluti af þeim eru lágstéttarfólk sem tekur sín vandamál með sér hingað til lands.

Á meðan við erum aðilar að Schengen og EES verðum við að lúta þeim reglum sem þar eru settar. Við sjálf njótum sömu fríðinda og það fólk sem flytur hingað frá öðrum aðildarlöndum. 

Hugrún Jónsdóttir, 23.3.2008 kl. 08:49

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar ég var unglingur á áttunda áratug síðustu aldar voru hópslagsmál algeng milli hópa Íslendinga og eru enn. Þetta er því ekkert nýtt. Oft sló í brýnu milli gengja á Hallærisplaninu svo dæmi sé tekið. Á sveitaböllum slógust hópar frá mismunandi sveitafélögum og oft var mikil harka í þeim slagsmálum.

Það vandamál, sem er þarna uppi í efra Breiðholti snýr að mistökum í uppbyggingu húsnæðis fyrir efnaminna fólk á sínum tíma. Það voru byggðar heilu blokkirnar þarna uppfrá þar, sem efnaminna fólki var sópað á sama stað. Nú á síðari tímum hafa efnaminni innflytjendur flutt þangað í stórum stíl vegna þess að íbúðaverð er lágt þarna. Frá upphafi hefur árangur nemenda í Fellaskóla verð með því lakasta, sem þekkist og er ástæðan sasetning íbúa skólahverfisins en ekki slök kensla í skólanum. Það vandamál var komið upp löngu áður en innflytjendur fóru að streyma þangað.

Það er þekkt staðreynd um allan heim að glæpatíðni, þar með taldir ofbeldisglæppir, eru algengari meðal fólks úr lægri stigum þjóðfélagsins en annarra. Það er því ekkert óeðlilegt við það að meira sé um slíkt í hverfi með hæsta hlutfall fólks úr neðri stigum þjóðfélagsins en í öðrum hverfum.

Það hafa margir bent á það að sá lærdómur, sem við getum haft frá örðum Evrópuríkjum sé einmitt sá að reyna eftir mætti að dreifa innflytjendum sem víðast um borgir og bæji þannig að ekki myndist sérstök innflytjendahverfi eins og Fellahverfi virðist vera að stefna í.

Hvað varðar orð Kolbrúnar Sig þá hefur Ísland í þó nokkur ár verið harðlokað fyrir aðra en íbúa EES landa þannig að ekki er hægt með góðu móti að herða þar meira á. Landið er einnig eins lokað gagnvart íbúum EES landanna eins og hægt er án þess að brjóta EES samninginn. Það að nýta ekki rétt til tímabundinnar lokunar gagnvart 10 nýjum ríkjum Austur Evrópu á sínum tíma er ákvörðun, sem ekki verður tekin til baka og var mjög skynsamleg ákvörðun á sínum tíma vegna þess ástands, sem þá var á vinnumarkaði.

Hvað húspláss varðar þá hafa margir innflytjendur verið nægjusamir hvað húspláss varðar og við skulum ekki gleyma því að um helmingur starfsmanna í byggingariðnaði eru innflytjendur. Þeir hafa því að stórum hluta lagt til allar þær nýju byggingar, þar með talin íbúðahús, sem byggð hafa verið hér á síðustu árum til að draga úr húsnæðisskorti, sem kom til vegna aukinna lána bankanna á lágum vöxtum á sínum tíma. Það er því verulega vafasamt svo ekki sé fastar að orði kveðið að kenna innflytjendum um húsnæðisvandræði hér á landi.

Sigurður M Grétarsson, 23.3.2008 kl. 08:50

9 identicon

Fjölmiðlar sýndu í umfjöllun um þetta mál þá djörfung að segja frá því að árásarmenn og fórnarlömb væru af erlendu bergi brotin. Annað hefði merkt, að fjölmiðlungar væru orðnir leiksoppar þeirrar fráleitu rétttrúnaðarhyggju sem nú veður uppi og hefur það inntak að greina ekki frá þjóðerni fólks í málum sem þessum, enda skapi slíkt hættu á meintum fordómum.

Því fyllri og ítarlegri sem fréttir eru, þeim mun betra. Vel menntuð þjóð dregur síðan af fréttum þessum þær ályktanir sem henni best líkar; og þær geta verið á alla kanta. Fordómar eru hugtak sem eru illa útskýrt og ofnotað. Heilbrigðar jaðarskoðanir eru samfélaginu nauðsynlegar.

Hvað varðar svo þennan hamagang í Breiðholtinu í gær þá er hann fyrst og fremst afleiðing af þeim jaðarmenum sem Íslendingar hafa undirgengist: hér hefur verið opið hús fyrir alla þá sem hingað vilja koma. Væntanlega mun þó útlendingum hér á landi eitthvað fækka í næstu framtíð, þegar harðna fer á dalnum í efnahagsmálum eins og allar líkur eru á. 

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 10:34

10 Smámynd: Sævar Einarsson

Jón Ingi Cæsarsson er eitthvað óeðlilegt að innflytjendur aðlagi sig að siðmenningu þeirra lands sem það býr í ? viltu að múslimar taki upp sína siðmenningu hérna og sæmdarmorð verði sjálfsagt mál hérna ? (þetta er bara eitt dæmi)

Sævar Einarsson, 23.3.2008 kl. 11:13

11 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þvílikir fordómar og alhæfingar hjá sumum hér. Kári og Jóhann.... hvað á þá að gera við íslensku glæpagengin... flytja þau til Samóaeyja.. þetta eru heimskulegir fordómar og alhæfingar sem ég hélt að við hefðu lært að skila engu nema illsku og verra mannlífi.

Jón Ingi Cæsarsson, 23.3.2008 kl. 11:37

12 Smámynd: AK-72

Nota bene fjölmiðlar fjalla mest um glæpi tengda innflytjendum en þegar komið er að tölfræðinni þá er annað upp á teningnum. Ef við lítum á fréttaumfjöllun sem aðalmælikvarða á hvað er að gerast, þá verður heimsmyndin frekar skökk og absúrd því ekki segja fjölmiðlar frá öllum glæpum né hverjir gerendur eru. Nægir bara að benda á þögn fjölmiðla um t.d. aðferðir verktaka og fasteignafyrirtækja við að sölsa undir sig hús í miðbænum, nokkuð sem á meira samanmerki við starfsaðferðum ítölsku mafíunnar, og ekki eru þar útlendingar að verki. Einnig má benda fréttaumfjöllun um ofbeldisverk gegn útlendingum sem fær varla sama vægi og umfjöllun um hvað sé besta páska-eggið.

Á sama tíma spretta upp rasistasamtök um land allt, í Reykjanesbæ er innræktað lið að krúnka sig saman og lumbrar á útlendingum á meðan lögregla lítur framhjá því, Félag gegn Pólverjum þar sem hvatt er til ofbeldis gegn þeim stofnað á netinu og nýnasistasamtök boða komu sína til landsins og virðast tengjast ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks hér. 

Fullyrðingagleði og alhæfingar 'islendinga nær svo hæðum á blogginu sem og öðru þar sem alhæft er um að allir séu vondir sem tilheyri X(yfirleitt múslimi eða A-Evrópubúi þessa daganna, Asíubúar fyrir nokkrum árum) og refsa beri öllum fjöldanum fyrir gjörðir 1-2% þeirra, og allir stimplaðir að hætti áróðursfræða haturskyndandi afla.

En já, ef við höldum okkur við það að dæma heilu þjóðirnar, litarhættina, trúarbrögðin eða skoðanir eftir gjörðum fárra, er þá ekki málið að nota gömlu sloganin og uppfæra eins og t.d. "Juden Verboten" við íslenska skemmtistaði eins og Keflvíkingar gera, og hafa við inngang næstu vinnubúða Landsvirkjunar, skilti sem á stendur::"Arbecht macht frei"

AK-72, 23.3.2008 kl. 11:46

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Meiri heimskan að tala um að það sé of margir innflytjendur! Það er fólkið sem þarf að hugsa sitt ráð betur og æsir til rasisma. En að það sé ekki fylgst betur með því fólki sem sækir um að koma hingað og okkur veitir ekki af að fá fleira fólk hingað.

Það er eins og gáfnaljósinn einblíni á þau afbrot sem framin eru af fólki sem er af erlendi bergi komnir. Kári er klassískir rasisti sem vantar bara hakakross til að skreyta sig með. Þú ættir að vera undir ströngu eftirliti Kári, helst með ökklaband svo það sé hægt að fylgsjast með hverja þú ert eiginlega í umgengi við.

Fyir utan það að passaðu þig á að brjóta ekki landslög á fórdómum á útlendindinga. Ekki yrði ég hissa á því þó þú værir komin nú þegar á skrá yfir menn sem lögregla þarf að fylgjast með. Svei þér bara Kári fyrir þessi orð...og þú Jóhann að taka undir þetta. Passið nú upp á að fara aldrei til útlanda til að setjast þar að.

það gæti orðið ykkur til vandræða að haga ykkur eins og þið gerið..

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 12:02

14 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin, og gleðilega páskahátíð!

Er ekki þeirrar skoðunar að við eigum að dæma alla innflytjendur af svörtu sauðunum. Það verður að taka á málum þeirra sem brjóta af sér en vara sig á því að dæma aðra sem hingað koma eftir þeim. En það er heiðarlegt og rétt að velta þessum málum fyrir sér og tjá sig um þau. Það eru svartir sauðir í hópi innflytjenda eins og mörgum öðrum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.3.2008 kl. 12:28

15 identicon

í framhaldi

Ekki dæmi heilt svæði af atburðum í einu hverfi.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 12:57

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Kæri bloggvinur, ég óska þér og þinum gleðilegra páska.

Sigurður Þórðarson, 23.3.2008 kl. 13:54

17 identicon

Hvað ætli það verði langt í það að það verði bannað að handtaka útlendinga sem fremja glæpi? Það er svo mikill rasismi að ætlast til þess að fólk hagi sér hérna.

Menn eins og Óskar með sitt ofur-umburðarlyndi(svona umburðarlyndi til þess að reyna að sýna hvað hann er góð manneskja) sem er komið á hinn enda öfganna, vilja leyfa öllum að koma hingað, ekki einu sinni athuga sakaskrá eða neitt, nauðgari, morðingi eða barnaníðingur "já komið bara hingað hér megið þið gera hvað sem þið viljið og það er rasismi ef einhver vill að þið fremjið ekki glæpi!".

Ekki einu sinni reyna að nota glæpi íslendinga sem réttlætingu á glæpum útlendinga. 

Steini (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:57

18 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Eiginlega var bara ein menning þarna, pólsk lágmenning.  Það hefði verið miklu fjölmenningarlegra ef það hefðu verið Tælenskir bófar þarna og Pólskir, og Litháar, lettar og Rússar, auk Úkraínumanna og nokkurra Íslendinga í bland við Múslima.

ÞAÐ hefði verið fjölmenningarlegt.  Þetta voru bara erjur eins hóps.

Ásgrímur Hartmannsson, 23.3.2008 kl. 14:22

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Steini! Ef þú hefur séð blogg og komment sem ég hef skrifað um þessi mál, bendi ég einmitt á slappt eftirlit við komu útlendinga til landsins! Ég er með reunslu af þessum málum frá öðrum norðurlöndum o sé sömu þvæluna þróast hér.

Útlendingar í danmorku, Svíþjóð og Noregi eru það fólk sem hefur framið hryllilegustu glæpina hingað til. það verður ekki langt að bíða að gamlir str´ðsmenn og málaliðar komi hingað í gerfi vinnumanna og þeir eru vægast sagt margir af þeim stórhætulegir!

En það er ekii afsökun fyir að styðja rasisma á laumulega og "kurteisan" hátt svo að hræsnin skín í gegn um málskrúðið.

Og Ásgrímur! Það er bæði til pólsk lágmenning og hámenning. Það er alltaf a.m.k. tvær hliðar á öllum þessum málum.

Heiðarlegum útlendingum sem eru frá þessum sömu löndum, líður mjög illa yfir þessum sí endurteknu afbrotamálum sem tengjast löndum þeirra.

Þeir sem ég þekki eru virkilega sorgmæddir yfir þessu og börn þeirra fá að líða fyrir þetta í skólanum. Það þarf að gera stórátak við að sortera útlendinga frá útlendingum.

Alla útlendinga sem gera sig seka um ofbeldi á að senda tafarlaust heim. 

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband