Hetjur samfélagsins

Fátt reynir meira á styrk hverrar manneskju en að þurfa að berjast við grimm örlög og þurfa vegna veikinda sinna að vera vistuð á heilbrigðisstofnunum. Lífsbaráttan er sú sem er hverri manneskju mikilvægust og þá reynir á úr hverju fólk er gert. Sjálfur hef ég á ævi minni hitt fjölda fólks sem hefur lagt í erfiða veikindabaráttu og með aðdáunarverðum hætti sýnt úr hverju það er gert. Styrkst við hverja raun.

Ólöf Pétursdóttir er dæmi um hetju af þessu tagi. Það er dapurlegt að lesa um örlög hennar, en í þeim veikindum hefur styrkleiki hennar sést svo vel. Það eru þung örlög að vera dæmd til vistar í hjólastól og þurfa að læra að lifa lífinu með öðrum hætti og vita að hver andardráttur getur verið erfiður og hver áskorun verður svo mikil í þeim aðstæðum.

Sjálfur hef ég kynnst fólki sem hefur lent í veikindum af þessu tagi og aðdáunarvert að sjá hvernig það hefur endurbyggt sig og verið fyrirmynd annarra sem vita að lífið er ekki einn dans á rósum. Hugur minn er hjá öllum þeim sem þurfa að berjast við veikindi af þessu tagi. Þetta eru mestu hetjurnar.

Ég vil votta fjölskyldu Ólafar Pétursdóttur innilega samúð mína. Þar fer sannkölluð íslensk kjarnakona, langt um aldur fram.


mbl.is Ólöf Pétursdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Stefán, tek heilshugar undir pistil þinn og hjartans þakkir fyrir.  Ólöf Pétursdóttur var sannkölluð hetja.  Ég votta fjölskyldu Ólafar Pétursdóttur innilega samúð mína, harmur þeirra er mikill.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 23.3.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband