200 dagar til alþingiskosninga

Flokkarnir

Í dag eru 200 dagar í alþingiskosningar, en þær fara fram laugardaginn 12. maí nk. Spennan er orðin mikil vegna kosninganna. Prófkjör stjórnmálaflokkanna eru að hefjast af krafti. Hið fyrsta er nú um helgina, en þá munu sjálfstæðismenn í Reykjavík velja frambjóðendur sína á listana tvo í borginni. Eftir það tekur svo hvert prófkjörið við af öðrum. 11. nóvember verður hörkufínn prófkjörsdagur, en þann dag verða fjögur mjög stór prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingunni.

Mánuður er nú í prófkjör Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi. Framboðsfrestur rennur út á miðvikudaginn og verður fróðlegt að sjá hvort og þá hverjir muni bætast í hóp þeirra níu sem tilkynnt hafa um framboð sín. Það stefnir í spennandi prófkjör, en þrír gefa kost á sér í leiðtogastólinn og má búast við líflegum átökum um forystusessinn, nú þegar að Halldór Blöndal hættir í stjórnmálum eftir langt og farsælt verk á þeim vettvangi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband