Er vænlegast að veðja á afmælisdagana í Lottó?

Lottóseðill Man ekki hversu oft ég hef hlegið að þeim sem hafa veðjað á afmælisdagana sína sem lottótölur og sagt við þá að þetta væri hjátrú og stjarnfræðilegar líkur á vinningi. Það er svolítið sérstakt að heyra af því að fólk sé að vinna út á afmælisdagana sína vænar fúlgur og bara mjög gott ef að lukkutölurnar standa undir nafni.

Það er reyndar orðið sjaldgæft að ég spili í Lottóinu. Veit ekki hvað ég hafði spilað þar oft án þess að vinna ekki neitt. Hef stundum keypt lottómiða þegar að vinningur hefur verið margfaldur. Neita því svo ekki að eftir að lottóvinningarnir fóru að koma hingað til Akureyrar í vænum skammti á síðustu mánuðum hefur maður velt því fyrir sér hvort Akureyringar séu að verða heppnari en annað fólk.

En það er svosem gott að vita að það er enn von fyrir þá sem enn nenna því að kaupa lottómiða helgi eftir helgi með sömu tölunum.

mbl.is Afmælisdagar í áskrift skila milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er bara einn. á reyndar tvö börn. samtals bara þrír afmælisdagar.

ég get sumsé með góðri samvisku haldið áfram að spila ekki lottó, vitandi að ég geti ekki fengið nema þrjá rétta

Brjánn Guðjónsson, 26.3.2008 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband