Umræður frambjóðenda í Reykjavík

BBj GÞÞ PHB

Það stefnir í spennandi lokasprett í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Örfáir dagar til stefnu og flestir flokksmenn bíða spenntir eftir úrslitunum, hvernig listar flokksins verði skipaðir í borgarkjördæmunum í kosningunum að vori. Í kvöld ræddu þeir frambjóðendur sem bjóða sig fram í annað sæti framboðslistans, til forystu í öðru kjördæmi borgarinnar, stöðu mála og prófkjörsbaráttuna almennt í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2. Það var fróðlegt að sjá Björn Bjarnason, Guðlaug Þór Þórðarson og Pétur H. Blöndal í þessu viðtali.

Ég hef margoft sagt það hér að ég vona að Björn Bjarnason fái umboð til forystuverka. Hann á að baki langan feril í stjórnmálum og farsæl verk á mörgum sviðum sem vert er að minnast í vali á borð við þetta. Ég hef lengi þekkt Björn Bjarnason og metið hann mikils. Það er hið eina rétta að hann fái góða kosningu í leiðtogasæti eftir öll sín góðu verk fyrir Sjálfstæðisflokkinn í áranna rás. Allir eru þessir frambjóðendur þingmenn sem hafa unnið lengi fyrir flokkinn og njóta stuðnings flokksmanna fyrir þau verk til þingstarfa áfram og eiga það skilið.

Mestu skiptir þó reynsla og þekking Björns til forystu. Ég vona að hann fái gott umboð í þessu prófkjöri og tek í sjálfu sér undir það sem Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í Valhöll á laugardag um pólitísk verk Björns Bjarnasonar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband