Hin óútreiknanlega Madonna

Madonna og Justin Timberlake Það er alltaf gaman að lesa fréttir um stjörnustælana í söngkonunni Madonnu, sem fyrr og nú hikar ekki við að stuða. Það að hún sprauti frægan söngvara í rassinn og viðurkenni að taka metgreiðslur fyrir að syngja tiltekin lög eru góð dæmi um hversu afgerandi Madonna er í tjáningu og framkomu. Og þetta vekur auðvitað athygli.

Fannst það reyndar skondið þegar að það kom fram fyrir nokkrum vikum að Madonna tæki kvíðaköst í hvert skipti áður en hún fer á svið og óttist jafnvel að deyja við að skemmta aðdáendum sínum, svo mikil sé paníkin innst inni. Madonna hefur verið þekkt fyrir að vera með ákveðnari stjörnum í sínum bransa og óhikað sýnt allt og verið áberandi við allt að því að glenna sig til að ná athygli fólks um allan heim.

Þeir sem muna eftir Madonnu í gegnum tíðina sjá ekki sviðshræddu stjörnuna, heldur þá sem hefur gaman af að stuða. Þegar að Madonna lék í Dick Tracy árið 1990 og átti í stuttu ástarsambandi við leikarann Warren Beatty, sem lék Tracy eins og flestir vita auðvitað, þótti hún vera á vissum hápunkti. Átti marga smelli undir lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda - var líka djörf á því skeiði og ófeimin við að syngja fáklædd á sviði og opinbera allt hið heilagasta í einkalífi sínu og karakter.

Það er því svolítið sérstakt að Madonna skuli viðurkenna, nú þegar að hún er orðin fimmtug, að hún sé paníkeruð fyrir hverja framkomu og óttist um að geta jafnvel ekki klárað prógrammið. Það er margþekkt að stjörnur setji á sig vissa grímu, fari í annan karakter, til að klára prógrammið sitt og nái vissum hæðum í túlkun sinni í leik og söng með því að vera allt annar en innsti kjarninn ætti að sýna í sjálfu sér. Þetta er sérstaklega frægt hjá gamanleikurum.

En ímynd Madonnu, sem sést í þessari frásögn, er mörkuð af sviðsöruggustu manneskju bransans, sem þorir að gera allt og sýna allt til að halda í frægðina. En kannski er það eitt stórt skuespil til að fela innsta kjarnann og þann viðkvæmasta. Og kannski er þetta allt vænn dassi af ýkjum til að ná athygli fjölmiðla.

mbl.is Sprautaði Timberlake í rassinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

''Að fela innsta kjarnann og þann viðkvæmasta'' Hálfpartinn hefur mér alltaf fundist sem hér fari kona sem hafi litla sál,,og að henni hafi verið pakkað inní ýktar og ofskreittar umbúðir,, Sama gildir með Paris og Britney,, Vinsældir þessa kvenna eru að mínum smekk ofmetnar á grundvelli fagurra umbúða fremur en hæfileika,,Ef Barbara Streisand hefði haft líkama sem þær stöllur,,Hvað þá,,??  Í sjálfu sér tel ég óþarfi fyrir stjörnuna að hafa áhyggjur af framtíðinni,,Hún þarf einungis að venja sig á að hafa báðar lúkurnar í klofinu meðan hún syngur í stað annarrar,,

Bimbó (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband