Vinir Hannesar Hólmsteins leggja honum lið

Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mér finnst það sterk og góð yfirlýsing hjá vinum Hannesar Hólmsteins að leggja honum lið í þeim málum sem dynja á honum þessar vikurnar og ætla að safna til stuðnings honum. Fyrst og fremst finnst mér þetta þó vera vörn hægrisinnaðra einstaklinga um málfrelsi Hannesar Hólmsteins.

Það má vel vera að einhverjum hafi mislíkað ævisaga Halldórs Kiljans Laxness eftir Hannes en það er ekki glæpur að skrifa illa eða stílisera ekki fyrir alla sem hafa mært skáldið upp til skýjanna. Það geta enda flestir verið sammála um bækur Hannesar voru fróðlegar og bættu við hina þekktu ævisögu skáldsins og voru mun ítarlegri en t.d. bækur Halldórs Guðmundssonar.

Það er mikilvægt að leggja Hannesi lið í þessari baráttu og því er það gott skref hjá góðvinum hans að senda frá þessa táknrænu og traustu vinaryfirlýsingu. Og ég tek heilshugar undir skilaboð þeirra, enda met ég Hannes Hólmstein mikils.

mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Tek undir það... það er falleg hugsun að leggja minnimáttar lið..... það vita fæstir hægri menn en batnandi mönnum best að lifa.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.3.2008 kl. 14:44

2 identicon

Hvað ætlar þú þá að gefa mikið, fyrst þú telur svona mikilvægt að leggja honum lið ?  Bara að fá smá tilfinningu fyrir upphæðum sem hægt væri að leggja af stað með.

Helga (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 14:49

3 Smámynd: Tiger

Mér skilst að Hannes hafi gerst stórlega brotlegur og að hann hafi stolið verkum eða skrifum allavega 14 manna - og gert að sínum. Að minnsta hefur hann verið dæmdur sekur og sem dæmdur á hann að greiða sekt eða sæta fangelsi ella - rétt eins og allir þjóðfélagsþegnar þurfa að gera. Mér finnst það fáránlegt og fyndið að vinir hans skuli standa í því að seilast í vasa almennings til að borga fyrir karlinn ritstuld eða hvað það nú er.. En þetta er bara mitt álit - hef alltaf haft illan bifur á karlinum honum Hannesi og vil að hann taki út sína refsingu líkt og hinn venjulegi Jón úti í bæ. Aldrei myndi ég láta krónu ganga til í að borga fyrir dæmda ritþjófa eins og Hannes sannarlega hefur verið fundinn sekur um. Takk fyrir mig..

Tiger, 30.3.2008 kl. 15:20

4 Smámynd: Bergur Þorri Benjamínsson

Ég myndi þakka ef fleiri veittu þeim sem þurfa  á því að halda hjálparhönd.

Sjá : http://bergurben.blog.is/blog/bergurben/entry/488729/

Bergur Þorri Benjamínsson, 30.3.2008 kl. 15:22

5 identicon

Ertu að grínast? Á ég að trúa því að þú lítir svo á að dómstólar landsins hafi óréttmætlega sektað manninn fyrir ritstuld? Ertu með þessu að segja að það eigi að létta undir með þeim (pólitískt) sem verða fyrir því óláni að vera sektaðir af dómstólum? Hefurðu lesið blogg fólksins hér? Upplýstu okkur fáfróða hverjir standa fyrir þessari söfnun. Er þetta gert með samþykki og vitund Hannesar? Að mínu mati skaðast trúverðuleiki þinn sem bloggara við þetta blogg nema ég sé að misskilja skrif þín. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 15:41

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Hef enga trú á að óvinir hans leggi honum lið í þessari baráttu, en ég hefði haldið að þessi elska hann Hannes, eins og ég hef stundum gaman af honum, þyrfti nú ekki á svona að halda og væri maður til þess að standa og falla með gjörðum sínum. Hann virðist ekki hafa náð að stökkva yfir allar grindurnar í þessu grindahlaupi og því eigum við að koma til skjalanna, hjálpa honum upp og fjármagna nýja hlaupaskó - æi mér finnst það ekki viðeigandi - ef að menn ætla að safna svo þá gera menn það "í hljóði" - það er mín skoðun

Kannski að Hannes leggist gegn þessari söfnun, það þætti mér skárra

Gísli Foster Hjartarson, 30.3.2008 kl. 16:13

7 identicon

Hahahaha, ef þetta er það sem fólk vill eyða peningunum sínum í... Hann hefði átt að skrifa bók um hvernig hann sjálfur gæti orðið ríkasti maður á Íslandi.

Finnur G. Olguson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 18:06

8 identicon

Bíddu nú við. Ef mér skjátlast ekki allhrapalega þá hefur þetta "málfrelsi" sem þú talar um verið dæmt sem ritstuldur og hefur hann verið dæmdur sekur um það.

"en það er ekki glæpur að skrifa illa eða stílisera ekki fyrir alla sem hafa mært skáldið upp til skýjanna." 

  : eh....var það ekki einmitt dæmdur glæpur?

 Allt þenkjandi fólk myndi aldrei gefa pening til þess að fjármagna mann vegna þess að hann hefur verið dæmdur til fjársektar. Hvernig væri að láta þann pening...tjah...til dæmis renna til fólks sem hefur misst allt sitt í eldsvoðum eða einhverju þvíumlíku?

 Ég hélt til að byrja með að þetta væri hreinasta grí, og þá væri þetta virkilega fyndið grín. Ég er reyndar ekki alveg viss um að þetta sé ekki grín, svo fáránlegt er þetta...Ef að þetta er ekki grín er þetta til háborinnar skammar.

Ívar (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 20:31

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Það verða aðrir að ráða því hvort og þá hvernig þeir vilja styðja Hannes Hólmstein. Þeir sem styðja ekki málstað hans gera það væntanlega hvort eð er ekki. Skipti mér ekki af því.

Hvað varðar Hannes er alveg ljóst að það eru skiptar skoðanir á honum og verkum hans. Hannes hefur aldrei verið allra, haft umdeildar skoðanir og verið afgerandi talsmaður sinna hugsjóna.

Hvað varðar málfrelsið er ég að tala um ummæli hans í margfrægu máli vegna Jóns Ólafssonar. Varðandi bókina er hún vissulega umdeild, en það verður hver og einn að meta fyrir sig hvort bókin er góð.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.3.2008 kl. 22:55

10 Smámynd: haraldurhar

    Hannes hefur farið með staðlausastafi í áratugi, og komist upp með það í skjóli innvígðra og innmúraða manna og kvenna.   Það hlaut að koma að því að hann uppskæri eins og hann hefur sáð.

haraldurhar, 31.3.2008 kl. 00:27

11 Smámynd: Fannar frá Rifi

haraldurhar. Hannes hefur í háskólasamfélaginu á Íslandi oft verið sá eini sem ekki hefur farið með hvert bullið á fætur annars. fjölmargir prófesórar þar hafa komist upp með það að bulla og síðan þegar það hefur verið hrakið gengur enginn fjölmiðill á eftir með málið.

nema núna í tilfelli hannesar. 

Fannar frá Rifi, 31.3.2008 kl. 07:58

12 identicon

Mér finnst þú ansi loðinn í svörum Stefán, og ég er ekki enn viss að þú áttir þig á fordæminu. Ef sú regla skapast að menn skjóti saman í sektir til manna sem hafa verið dæmdir þá erum við komin inn í ansi slæma hringiðu. Mín skoðun hefur ekkert með pólitíska skoðanir HHG að gera enda fræg ummæli höfð eftir mér (reyndar lánuð) að ég væri ósammála honum en tilbúinn að láta lífið fyrir það að hann fái að hafa skoðanir. En svona söfnun fyrir HHG skaðar hann og er dómgreindarleysi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband