Mótmæli atvinnubílstjóra halda áfram

Mótmæli atvinnubílstjóra Ekki fer á milli mála að atvinnubílstjórum er fúlasta alvara með mótmælum sínum. Þeir stöðva umferð á mikilvægustu tímum og eru greinilega að senda þau skilaboð að þetta sé allt bara rétt að byrja. Það eru engin merki um að þeir séu að beygja af, heldur styrkjast í sínum boðskap.

Það eru sterk skilaboð að stöðva umferð á mánudagsmorgni fyrir klukkan átta - greinilegt að bílstjórarnir eru líka mjög samhentir og hafa fengið nóg af eldsneytisverðinu. Og það er greinilegt að þeir ætla ekki að bakka fyrr en stjórnvöld hafa lært sína lexíu.

Þegar að ég heyrði af þessum mótmælum fór ég reyndar að velta því fyrir mér hvenær þeir myndu fara að mótmæla við Alþingishúsið, en þing kemur saman að nýju í dag.

mbl.is „Ráðamenn vakni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Húrra fyrir þessum mönnum!!!

Hlynur Jón Michelsen, 31.3.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband