Söngvarinn Kalli Bjarni tekinn aftur með fíkniefni

Kalli Bjarni Söngvarinn Kalli Bjarni var handtekinn fyrir helgina með fíkniefni í fórum sínum, innan við ári eftir að hann tekinn með tvö kíló af fíkniefni í Leifsstöð. Fall Kalla Bjarna hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu, en rúm fjögur ár eru liðin síðan að hann var kjörinn fyrsta Idol-stjarna Íslands og virtist vera að ná miklum frama sem söngvari. Fyrsta plata hans seldist illa og síðan hefur hann ekki gefið út efni en mun frekar verið þekktur fyrir dópneyslu sína.

Það er vissulega frekar dapurlegt að heyra af falli þessarar poppstjörnu, sem einhvern veginn náði aldrei að fóta sig eftir að vinna þessa keppni og höndla frægðina með þeirri óreglu sem hefur fylgt honum í mörg ár. Þegar að hann var tekinn fyrir tæpu ári var mikið fjallað um dópneyslu hans og ógöngur vegna neyslunnar. Mamma hans kom í viðtal í Kastljósinu og Bubbi Morthens talaði þá mikið um þá djöfla sem Kalli Bjarni rogaðist með.

Eins og frægt varð sýndi Kastljósið síðar langt viðtal Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur við Kalla Bjarna þar sem farið var með honum á sjóinn og hann sagði sögu sína og hún var dramatíseruð mikið upp af Kastljósi. Var mjög deilt á þáttinn, einkum framsetningu viðtalsins, sem virtist gera Kalla Bjarna að miklu fórnarlambi og reynt að fegra ímynd hans eftir margþekkt afbrot. Man ég t.d. mjög vel eftir bloggumræðu þá þar sem deilt var á hvernig þátturinn tók á málefnum Kalla Bjarna.

Nú hefur honum aftur orðið á og virðist vera í miklum vítahring. Enn hefur hann ekki hafið afplánun og greinilegt að það verður honum mjög erfitt að losna úr þessum vandræðum sem hann er í. Þetta er auðvitað mikil sorgarsaga og vonandi fær hann hjálp til að berjast við þá djöfla sem hafa sligað hann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að hann fái annað viðtal. Maður gat hlegið af vælinu hans endalaust.

Man sérstaklega eftir setningu sem hljómuðu einhvernveginn svona "svo var maður bara lentur í djammi".

sbs (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:42

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Þetta var Kastljósi til algerrar skammar, fyrir þetta eru rukkuð afnotagjöld.

Erna Bjarnadóttir, 31.3.2008 kl. 19:24

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Leitt er að heyra hvernig hann Kalli Bjarni þarf að berjast við djöfla. Vonandi á hann eftir að sigra þá.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Því miður er þetta oft að menn höndla ekki frægðina ef segja mætti svo/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 31.3.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband