Formleg tilnefning Halldórs Ásgrímssonar

Halldór Ásgrímsson

Fram kom í kvöldfréttum ljósvakamiðlanna það sem ég sagði hér fyrr í dag að Halldór Ásgrímsson, fyrrum forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, muni verða tilnefndur af Íslands hálfu sem framkvæmdastjóraefni í Norrænu ráðherranefndinni. Í fyrrnefndum skrifum mínum fór ég yfir víðtæka stjórnmálareynslu Halldórs, sem var ráðherra samfellt í tæpa tvo áratugi, flokksleiðtogi í rúman áratug og þingmaður í þrjá áratugi, áhrifamaður í íslenskum stjórnmálum.

Það er mjög eðlilegt að íslensk stjórnvöld tilnefni fyrrum forsætisráðherra til þessa embættis og ég vona að Halldór fái hnossið eftir langan stjórnmálaferil sinn og víðtæka reynslu á mörgum sviðum. Það verður styrkleiki fyrir okkur að fá Íslending til starfans.

mbl.is Lagt til að Halldór Ásgrímsson verði næsti framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Þetta er allt spurning um bitlinga herra Stefán, allt um bitlinga

Sveinn Arnarsson, 25.10.2006 kl. 03:30

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Halldór er mjög reyndur stjórnmálamaður. Mér finnst það ekki óeðlilegt að við Íslendingar tilnefnum mann með víðtæka reynslu og þekkingu til svona starfa, enda hefur Íslendingur aldrei gegnt svona embætti. Þ.e.a.s. ef við viljum fá okkar fulltrúa í verkið. Allavega ég vona að Halldór fái þetta embætti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.10.2006 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband