Æðsta markmiðið að setja Ísland á hausinn

Allir vita að viðskiptaheimurinn er algjörlega vægðarlaus og fátt heilagt í þeim bransa. Samt er svolítið sérstakt að sjá einhvern gorta sig beinlínis af því að ætla að setja Ísland á hausinn með því að veikja krónuna og undirstöður íslensks viðskiptalífs og leggja svo til atlögu við veikburða efnahagslíf. Þetta hljómar sem óraunveruleikasaga en ummælin eru mjög raunveruleg.

Ekki vantar að bissness-mönnum nútímans er fátt heilagt og myndu jafnvel selja ömmu sína ef þeir högnuðust á því. Það er svolítið spes að til sé fólk sem er svo umhugað um að leggja allt í rúst hér, bara til að þóknast eigin hagsmunum og gorta sig af því. Það væri leitt ef þessum mönnum tækist ætlunarverk sitt, en þarna er komin ágætis skýring á því hversu bissnessinn er kaldur.


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er grein í tilefni dagsins, Stebbi. Komdu frekar í sund í dag, sjá blogg og frétt hjá mér...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Stefán, verðum við ekki að fara að skilgreina orðið hryðjuverk upp á nýtt? Samkvæmt þessu þá stafar okkur meiri hætta af því að vera með sér gjaldmiðil en nokkru öðru.... Er búið  að láta  Björn vita.

Atli Hermannsson., 1.4.2008 kl. 13:48

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Undarleg eru þau markmið sem fólk stefnir að. Þessu fólki er alveg sama um líðan annarra, bara ef þeir geta hagnast á því. Þeim er sko ekkert heilagt, geta ekki bara selt ömmuna ,heldur líka mömmuna, ef þeir sjá sér hag í því.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.4.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

1. apríl segið þið. Lesiði tengilinn með fréttinni og skrifin um ummæli þessa manns frá árinu 2006 bara. Það er fróðleg lesning. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.4.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband