Málað yfir fallegt listaverk

Íþróttahúsið við Laugargötu

Á árunum þegar að ég var að alast upp bjó fjölskyldan mín við Norðurbyggð hér á Akureyri. Þaðan var nokkuð gott útsýni yfir að íþróttahúsinu við Laugargötu. Þá, og síðar, vakti athygli mína fallegt veggmálverk á íþróttahúsinu. Það var frumlegt og fallegt, eitt fallegu táknanna á svæðinu. Það var málað á árinu 1979, tveim árum eftir að ég fæddist og alla tíð síðan vakið athygli. Um var að ræða vinningstillögu úr samkeppni meðal nemenda í framhaldsflokki í málum við Myndlistaskólann á Akureyri.

Það hefur vakið nokkra athygli mína og fleiri sem búa hér á Brekkunni að nú hefur verið málað yfir þetta listaverk á vegg íþróttahússins. Í stað litafegurðar og fallegs verks er nú ósköp einfaldlega orðinn hvítmálaður ljótur veggur. Þetta er að mínu mati algjörlega til skammar fyrir alla hlutaðeigandi sem komu að því að mála yfir þetta. Í góðum pistli á Íslendingi, vef flokksins hér í bæ fer Helgi Vilberg, ritstjóri og skólastjóri Myndlistaskólans, yfir þetta mál með góðum hætti.

Bendi lesendum á að líta á þá grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband