Framboðsfrestur liðinn - hugleiðingar mínar

falkinn1

Framboðsfrestur í prófkjör Sjálfstæðisflokksins hér í Norðausturkjördæmi rann út nú síðdegis. Síðast þegar að ég vissi höfðu níu einstaklingar gefið kost á sér. Kjörnefnd mun, eftir því sem mér skilst, ekki hittast fyrr en á laugardag til að staðfesta endanlega öll framboð og ganga frá öllum málum tengdum þessu prófkjöri, enda er kjörnefndarfólk dreift um allt kjördæmið. Prófkjör mun verða haldið laugardaginn 25. nóvember, eftir sléttan mánuð og mun talning fara fram á Akureyri sunnudaginn 26. nóvember. Það mun væntanlega verða mjög spennandi talning og áhugaverðar línur sem að verða að henni lokinni.

Ég tilkynnti hér á vefnum 15. október sl. að ég hefði ekki áhuga á að gefa kost á mér í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi. Það er langt síðan að ég tók þá ákvörðun. Ég hugleiddi málið með mér í sumar og komst að því að ég ætti að horfa í aðrar áttir. Það er mjög dýrt að fara í svona slag, að ég tel í prófkjöri með þeim hætti sem útlistað er í prófkjörsreglum okkar, með almennilegum hætti svo vel eigi að vera og kostar gríðarlegan tíma, bæði til ferðalaga og annarra hluta. Þetta er að mjög mörgu leyti nokkuð harður heimur og þarf gríðarlegan áhuga og kraft til að halda í allar hliðar þess heims.

Á þessum tímapunkti finn ég ekki þörfina og áhugann til slíks framboðs og tel því óraunhæft að halda í þetta. Auk þess finnst mér mun vænna um þann heim sem ég hef byggt mér hérna með því að vanrækja hann og tel mig mun betur kominn sem beittan stjórnmálaskýranda inn í eigin flokk og í aðrar áttir. Það á betur við mig. Ég fór í prófkjör fyrr á þessu ári og bauð mig fram sem valkost hér. Þær hugmyndir og hugleiðingar sem ég bauð þá fram hittu ekki í mark. Það sem ég bauð upp á var valkostur af því tagi sem persóna mín hefur einkennst af. Þannig að ég tel framboð nú ekki vænlegan kost og var fljótur að afskrifa það.

En það er mín ákvörðun. Ég hef nú frelsi til að greina stöðu mála innan eigin flokks og annarsstaðar með öðrum hætti og það er valkostur sem ég hef valið sjálfum mér og tek fagnandi. Heimsmynd mín er með þessum hætti og ég ætla mér að nota hana af miklum krafti. Þar á hugur minn heima þessa stundina. Ég geri meira gagn með því að standa utan beinnar stjórnmálaþátttöku og stunda pólitík frá mínum eigin grunni, en ekki annarra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband