Rífleg bensínlækkun - spilað með neytendur?

Bensín Vissulega er gott að heyra að olíufélögin hafi lækkað eldsneytisverð ríflega og þar með sent þau skilaboð að það sé vel hægt að lækka verðið án mikilla breytinga, einkum ef stjórnvöld taka skilaboð þeirra sem kaupa eldsneytið til sín. Mótmæli atvinnubílstjóra eru sterk skilaboð til stjórnvalda, einkum um að fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er.

En það má líka velta því fyrir sér hvort að þessi bensínlækkun sé ein leiðin til að spila með neytendur. Olíufélögin eru reyndar með þessu að bjóða upp á eldsneyti nær því verði sem það væri ef eldsneytisskatturinn væri ekki í myndinni. Það eru skilaboð fólgin í því, en þeir eru um leið að senda boltann til stjórnvalda. Vilja greinilega að þyngsli málsins séu ekki hjá þeim.

Það er vissulega umdeilt að bílstjórar grípi til mótmæla í þessari stöðu. En það eru skilaboð sem urðu að vera opinber og í sjálfu sér finnst mér það eðlilegt. Þegar að fólki ofbýður verður að grípa til sinna ráða, þetta er eitt þeirra mála sem snerta neytendur í landinu sem mest. Það þýðir ekki að þegja yfir því. Greinilegt er að olíufélögin finna fyrir hitanum í málinu og bregðast við með þessum hætti. Nú er spurt um hvað stjórnvöld muni gera.

mbl.is Örtröð á bensínstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

En af hverju ætti eldsneyti hér á landi að vera ódýrara en í nágrannalöndunum?  Síðan er það allt annað mál hvort fjöldi vöruflutningabifreiða sé ekki kominn út yfir öll velsæmismörk á þjóðvegum landsins - jafnvel spurning hvort þeir bílar séu skattlagðir nóg til að standa undir því sliti sem þeir valda á vegakerfinu.

Púkinn, 2.4.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sammála þeir eru bara að spila með okkur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.4.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband