Kveðja frá Völu

Valgerður Bjarnadóttir

Mér þótti vænt um að lesa góða kveðju frá Völu, Valgerði Bjarnadóttur, í gestabók minni hér á vefnum. Það er gott að finna það alltaf að gott fólk í stjórnmálum les það sem maður skrifar um daginn og veginn. Það er allavega svo að maður fær bæði komment á skrifin og finnur góðar óskir víða að og heyrir í öðrum með þeirra skoðanir á þeim skoðunum sem maður lætur flakka hér í gegnum dagsins annir.

Vala er mjög öflug kona. Kynntist henni í forsetakosningunum 1996 þegar að hún stýrði með röggsemi kosningabaráttu Péturs Kr. Hafsteins. Það var lífleg og spennandi barátta. Þó að hún hafi tapast á endanum var hún háð af krafti og efldum hug allra sem þar unnu til stuðnings þeim mikla sómamanni sem í frontinum var. Þar kynntist ég fyrst og fremst að Vala er kona krafts og einbeitni, en hún er komin af góðu fólki og verið öflug í sínum verkum.

Nú er hún í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, stefnir á öruggt þingsæti. Ég er ekki Samfylkingarmaður en ég ætla mér þó að skrifa það hér og nú á þessum vettvangi að ég vona að Vala nái sínum markmiðum. Þar fer röggsöm og öflug kona sem á heima í pólitík.

Hún hefur nú opnað góða bloggsíðu. Hvet lesendur til að líta þangað og lesa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband