Fríblöð ekki móðins í Danmörku?

Nyhedsavisen

Merkilegt að sjá þessa Moggafrétt um fríblöðin í kóngsins Köben. Virðast ekki falla í kramið þessi fríblöð, enda nokkuð pappírsflóð vissulega sem fylgir þrem fríblöðum. Ekki beint móðins þessar vikurnar. Ég verð að viðurkenna að mér finnst ágætt að fá Fréttablaðið hér heima í lúguna og lesa, en pappírsflóðið sem fylgir er vissulega nokkuð mikið. Flestum þykir það fínn fórnarkostnaður að þurfa að henda meiru í ruslið en ég skil Danina nokkuð vel miðað við stöðu mála. Það verður gaman að sjá hvernig þessi tilraun íslenskra bissness-manna með Nyhedsavisen mun ganga er á hólminn kemur.

mbl.is Mikill fjöldi Kaupmannahafnarbúa vill ekki fá fríblöð í sín hús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ég var að koma frá Danmörk í gær og gisti á stúdentagarði þar sem nokkuð margar íbúðir eru. Nyhedsavisen lá þarna niðri í andyri svo að ég skoðaði það og að mínu mati var það ágætt. En ég heyrði að það væri ekki vinsælt að fá öll þessi blöð.

Sigrún Sæmundsdóttir, 26.10.2006 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband