Breskt jafntefli í háspennuleik í London

Emmanuel AdebayorGaman að sjá leik Arsenal og Liverpool í kvöld, þó jafntefli væri niðurstaðan. Þetta var háspennuleikur af bestu sort. Eftir að Arsenal sló út Evrópumeistara AC Milan á heimavelli fyrir tæpum mánuði var ég viss um að þeir myndu komast langt en þeir verða að taka Liverpool til þess að eygja von á Evróputitlinum. Það gæti vel tekist.

Fannst bæði lið vera að standa sig vel í kvöld, en þó Arsenal sýnu betri, eiginlega klaufar að klára þetta ekki í kvöld. Það getur þó allt gerst í leiknum eftir viku, enda bæði lið hungruð í að komast lengra. Man Utd eru í góðum málum eftir sigur gegn Roma í gær, en aftur á móti var stórmerkilegt að sjá Chelsea lúta í gras fyrir tyrkneska liðinu Fenerbahce. Það er mikil spenna framundan í Evrópuslagnum.

Það verður háspenna í næstu viku hjá sönnum knattspyrnuspekingum - sérlega spennandi að sjá hvort að Liverpool og Arsenal taki þetta, þar sem ég tel að Man Utd séu í góðum málum fyrir framhaldið.


mbl.is Arsenal og Liverpool skildu jöfn, 1:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband