Hitnar yfir samskiptum bílstjóra og lögreglu

Mótmæli atvinnubílstjóraGreinilegt er að það er tekið að hitna verulega yfir samskiptum lögreglu og atvinnubílstjóra vegna mótmælanna gegn of háu eldsneytisverði. Eftir að hafa gefið bílstjórum í nefið, svo eftir var tekið, er löggan farin að sekta bílstjóra og sendir um leið út þau skilaboð að brátt verði tekið af mun meiri hörku á þeim.

Heyri mjög að fólk veltir fyrir sér hversu langt þessi mótmæli munu eiginlega ganga áður en yfir lýkur. Farið er að beina mótmælunum af meiri þunga að þeim stofnunum stjórnvalda sem mestu skipta í þessum efnum, til að lækka álögur á eldsneytið. Ráðherrar hafa boðið í kaffi en bílstjórar vilja aðgerðir.

Man ekki eftir mótmælum af þessu tagi í mörg, þ.e.a.s. að almenningur rísi upp gegn stjórnvöldum vegna eins máls af þessu tagi þar sem kallað er eftir að ríkið lækki álögur sínar - einskonar uppreisn almennings gegn skattavaldinu. Hér á Akureyri hefur ekki verið mótmælt af meiri þunga áratugum saman, svo lengi sem ég man allavega.

Einn sem ég þekki líkti þessu reyndar við deilurnar um Laxárvirkjun á sínum tíma, þegar að þau náðu hingað eftir erjur fyrir austan Vaðlaheiði. Má vera, en það er langt um liðið frá þeim.

Greinilegt er þó að þessi mótmæli, sem hafa staðið í slétta viku, eru að verða umfangsmeiri og öflugri en áður, nú beint að stjórnvöldum af meiri þunga.


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er almenningur að rísa upp gegn stjórnvöldum? Ekki hef ég séð að það sé almenningur sem er að legga stein í götu almennings svo fólk komist ekki til vinnu, læknar komist ekki á vakt og svo framvegis.  Þetta eru vörubílstjórar með yfirgang. Ég ætla að gera mitt besta til að beina viðskiptum mínum frá þeim vöruflutningafyrirtækjum hverra bíla ég sé í þessum halarófum.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:11

2 identicon

Jæja nú er allt að fara í hund og kött er það ekki.......?

 Ef að það sem að þú segir Bragi varðandi lækna er það sem að þú hefur séð sjálfur eða bara heyrt útundan þér eins og gróa þá tek ég nú frekar undir það sem að ég hef verið vitni að við að sitja í þessum röðum en það er að ef að þeir aðilar sem að eru að fara eitthvað sem að skiptir máli (þá á ég við slys og þ.u.l.) en ekki kanski aðilar sem að eins og ég viljum sýna þeim samstöðu með því að sitja rólegir og bíða bara eftir að þetta fara áfram þá hefur þeim verið hent hraðar í gegn en þú getur ritað vælari..... Getur ekki bara verið að þessir "læknar" sem að þú ert að tala um vilji sýna samstöðu og sætta sig ekki við að þurfa að lúta niður fyrir ægivaldinu sem að átti að vera farið héðan ja svona sirka 1944 ég bara spyr.

En ef að þú ert sáttur við að borga gegnum nefið á þér til að geta keyrt á milli staða þá veldu aðra leið en þau sem að mótlætin eru (ef að þú ætlar að koma með að þú vitir ekki hvar þau eru þá skaltu skoða þær götur sem að eru fjölfarnar og bingo þeir verða örugglega þar.) 

Ef að þú ætlar að hætta að skipta við þau fyrirtæki sem að þú sérð bíla frá í þessum mótmælum vona ég að þú þurfir aldrei að senda eitthvað stærra nema því sem að þú kemur fyrir á böglaberanum hjá þér þegar að þú þarft eins og allir hinir að selja bílinn því að þú hefur ekki lengur efni á að reka bíl. 

með samstuðningi við mótmælin og kominn tími til. 

Hermann Hermannsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Já svo sammála þetta eldneytisverð er ekki viðunandi og er ég nú bara að reka einka bíl úti á landi...... en þarf kanski að fara í bæinn en það kostar svo mikið........  Ég set ekkert út á þessi mótmæli stóru bílana sem vonandi eiga eftir að skila sér til allra.....Hvað á almenningur að gera gagnvart stjórnvöldum sem virðast vera SOFANDI eða bara skítsama? Hin almenni borgari hefur ekki sama bittlinga og stjórnmálamenn.  Og ekki tel ég þetta vera vörubílstjóra með yfirgang heldur frekar réttlætiskend

Erna Friðriksdóttir, 3.4.2008 kl. 16:20

4 identicon

Góðan dag,

Það má svo sem halda því til haga að þeir sem hafa haft hvað hæst og jafnvel látið eins og um kjarabaráttu sé að ræða eru atvinnurekendur og ætti því að vera í lófalagið að láta gjaldtöku sína endurspegla olíuverðshækkanir.

Einnig má benda á að í öllum fréttum þar sem um myndbyrtingu er að ræða eru nýjir bílar á ferð hlaðnir fínum skrauthlutum, og síðan fjöltommu fjallaferðaleiktæki.

Svo er hitt alveg orðið ljóst að Sturlu "talsmanni" og hans félögum mun takast að gera alla svo pirraða á sér og uppátækjum sínum að menn munu hætta að spá í eldsneytisverð og hugsa eingöngu um það hvort fært verði í vinnu eða flug daginn eftir.

Elías P

Elías Pétursson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband