Hannes Hólmsteinn ekki áminntur af rektor

Hannes Hólmsteinn GissurarsonLjóst er af bréfaskrifum Kristínar Ingólfsdóttur, háskólarektors, að Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni verður ekki vikið frá störfum í Háskóla Íslands eða áminntur eins og andstæðingar hans voru að vonast eftir. Bréfið er samt sem áður fullt af ábendingum sem Hannes verður að taka til sín í sínum verkum.

Mjög hefur verið rætt um um stöðu Hannesar Hólmsteins síðustu dagana. Það er greinilegt að þeir sem helst voru yfir höfuð á móti því að Hannes ritaði ævisögu Halldórs Kiljans Laxness vildu að hann yrði rekinn frá störfum í Háskólanum en varð ekki að ósk sinni í þeim efnum. Deilt hefur verið um að vinir Hannesar sýni honum stuðning, þó að líklegt væri að þeir sem mest hafa mótmælt myndu aldrei taka málstað hans eða verja.

Hannes Hólmsteinn hefur verið umdeildur í samfélaginu áratugum saman. Ekkert er nýtt við þau orðaskipti sem átt hafa sér stað í þessu máli eða öðrum hvað hann varðar. Hannesi varð á við gerð fyrsta bindis ævisögu Laxness, hefur sjálfur viðurkennt hvað fór aflaga í þeim efnum, hann mun vonandi læra af þeim mistökum fyrst og fremst.


mbl.is Átelur vinnubrögð Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Mér sýnist á öllu skv. þessu bréfi að rektor hefði rekið Hannes ef starfsreglur um þetta hefðu verið til staðar og ef háskólinn hefði verið einkarekinn...

Skaz, 3.4.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það má vera. Ekkert hægt að fullyrða þó í þeim efnum. Að mestu leyti hefur Hannes Hólmsteinn orðið fyrir miklu áfalli í þessu máli og hann mun vonandi læra af því og taka á því sem hann gerði rangt. Ég ætla ekki að draga úr því að mistök voru gerð af hans hálfu og því eðlilegt að það sé talað um þessi mál og mér finnst rektor fyrst og fremst senda þau skilaboð að þeir sem þar starfa verða að vinna sín verk með heiðarlegum hætti.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 3.4.2008 kl. 19:49

3 identicon

...er ekki næst bara að safna fyrir bíl handa honum........

Jonas Þórðarson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég er sammála þér Stefán. Mér fannst líka Hannes komast vel frá Kastljósinu í kvöld. Takist honnum að læra af þessu mótlæti, gæti margt gott komið frá honum í framtíðinni, því hann er skarpur á margan hátt. Ég óska honum alla vegan velfarnaðar í framtíðinni.

Guðbjörn Jónsson, 3.4.2008 kl. 20:35

5 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Fágætt viðtal við HHG í kastljósinu fannst mér. Hann bakkar út og afsakar sig! Iðrast og ætlar að gera betur. Og er þó enginn enfant terrible lengur heldur vetran. Mér finnst þetta snjallt hjá honum í ljósi þess að yfir honum liggur hæstaréttardómur. Og það sem mikilvægast er að fengi hann formlega áminningu og/eða brottrekstur frá HÍ sem auðveldlega gæti gerst myndi það skaða akademiskan feril hans á alþjóðavísu. Hann er nokkru meira virði en milljónirnar sem hann hefur verið dæmdur til að greiða. Nei, mér fannst hann taka þessu af stillingu og skynsemi maðurinn. Hann spilar óhemju vel úr kortunum í afar snúinni stöðu.

Guðmundur Pálsson, 3.4.2008 kl. 21:04

6 Smámynd: Skaz

Já hann var voðalega lúpulegur og skömmustulegur skólastrákur í Kastljósinu komst bara næstum vel fyrir viðurkenndi mistök, ætlar að vanda sig...hrokinn var farinn....algjör kúvending frá því sem hann var að segja áður fyrr um þetta mál.

Spurning hvort að vinir hans séu búnir að afneita honum og hann viti hvað hann var kominn út á hálann ís? Veit ekki, myndi útskýra söfnunardæmið nema hvað það var sett af stað af frjálshyggjumanni #1 á Íslandi.

Þetta er allt orðið svo skrýtið fæ hausverk af því að pæla í þessu. 

Skaz, 3.4.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband