Lagt til að Karl verði bæjarritari

Karl Guðmundsson

Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að leggja til við bæjarstjórn að Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs, yrði ráðinn í embætti bæjarritara. Þær breytingar verða bráðlega hjá Akureyrarkaupstað að embætti sviðsstjóra verða lögð niður og embætti bæjarritara stofnað að nýju, en það var lagt niður skömmu eftir valdatöku Sjálfstæðisflokks og Akureyrarlista (vinstriflokkaframboð) árið 1998.

Það vekur vissulega athygli að ráðið er í starf bæjarritara án auglýsingar. Það verður þó vissulega ekki sagt að Karl sé reynslulaus. Hann var bæjarritari hjá Dalvíkurbæ, sveitarstjóri í Hveragerði, framkvæmdastjóri Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar Suðurnesja, framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og fjármálastjóri FMN og Samskip Norge. Hann varð sviðsstjóri félagsmálasviðs Akureyrarbæjar árið 1999. 

Þrátt fyrir að Karl Guðmundsson sé mjög reyndur og hæfileikaríkur maður finnst mér óeðlilegt að staðan sé ekki auglýst. Það á að vera grunnkrafa í þessum efnum að staðan sé auglýst. Það er altént mín skoðun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband