Lagt til aš Karl verši bęjarritari

Karl Gušmundsson

Bęjarrįš Akureyrar samžykkti į fundi sķnum ķ morgun aš leggja til viš bęjarstjórn aš Karl Gušmundsson, svišsstjóri félagssvišs, yrši rįšinn ķ embętti bęjarritara. Žęr breytingar verša brįšlega hjį Akureyrarkaupstaš aš embętti svišsstjóra verša lögš nišur og embętti bęjarritara stofnaš aš nżju, en žaš var lagt nišur skömmu eftir valdatöku Sjįlfstęšisflokks og Akureyrarlista (vinstriflokkaframboš) įriš 1998.

Žaš vekur vissulega athygli aš rįšiš er ķ starf bęjarritara įn auglżsingar. Žaš veršur žó vissulega ekki sagt aš Karl sé reynslulaus. Hann var bęjarritari hjį Dalvķkurbę, sveitarstjóri ķ Hveragerši, framkvęmdastjóri Sjśkrahśss og heilsugęslustöšvar Sušurnesja, framkvęmdastjóri Hrašfrystihśss Ólafsfjaršar og fjįrmįlastjóri FMN og Samskip Norge. Hann varš svišsstjóri félagsmįlasvišs Akureyrarbęjar įriš 1999. 

Žrįtt fyrir aš Karl Gušmundsson sé mjög reyndur og hęfileikarķkur mašur finnst mér óešlilegt aš stašan sé ekki auglżst. Žaš į aš vera grunnkrafa ķ žessum efnum aš stašan sé auglżst. Žaš er altént mķn skošun.

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband