Hver trúir á svona peningasvindl?

Það er ótrúlegt að það þurfi að vara fullorðið fólk sérstaklega við vefsíðum sem eru ekkert nema svikamylla í gegn, þar sem reynt er að ná peningum af fólki. Það hefur svo mikið heyrst af svona nígeríusvindli í gegnum tíðina að það var varla við öðru að búast en að fólk hefði lært sína lexíu. Það virðist þó ekki vera.

Varla líður sá mánuður, stundum enn skemmra jafnvel, að maður fái ekki einhvers konar svona skilaboð um peningasvindl í tölvupósti. Það hvarflar ekki að manni að taka mark á þessu rugli en vonandi eru aðrir orðnir meðvitaðir um að það er bara verið að hafa það að fífli.

Skilaboðin eru giska einföld; föllum ekki flöt fyrir peningasvindlinu.

mbl.is Ríkislögreglustjóri varar við svikapósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Við kallinn fengum sitthvort bréfið frá sitthvorum aðilanum á sama degi. Fórum bara með bréfin á löggustöðina.

Helga Dóra, 4.4.2008 kl. 16:32

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Helga.

Já, það er langbest að gera það. Hef sjálfur fengið svona bréf í tölvupósti og bréfpósti og beint þessu alltaf lengra. Fannst fyndnast þegar að póstarnir komu þar sem einhverjir voru að skrifa fyrir einhverja pólitíska leiðtoga innilokaða í einræðisríkjum og þeim vantaði peninga, stundum fulltrúar maka þeirra sem höfðu verið drepnir. Meiri svikamyllan.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 4.4.2008 kl. 16:35

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hef aldrei fengið svona bréf en ef ég fengið svona glaðning inn um bréfalúguna þá myndi ég ekki hika við að láta slag standa

Óðinn Þórisson, 4.4.2008 kl. 18:28

4 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Þessi viðvörun þín á einnig við annars konar peningasvindl, af þeirri tegund sem stundað er af Seðlabankanum fyrir framan nefið á þjóðinni. Því svindli kyngja flestir með haus og hala án þess að hugsa sig um tvisvar.

Rúnar Óli Bjarnason, 4.4.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband