Þotulíferni ráðamanna - á að kaupa einkaflugvél?

Geir H. Haarde Það virðist vera orðin hefð hjá ráðamönnum þjóðarinnar að fljúga um heiminn í einkaþotu. Eðlilegt er að því sé svarað hvað það kosti að leigja þessar einkaflugvélar og hversu dýr þessi nýji standard sé fyrir landsmenn. Mér finnst þessi hálfgerði flottræfilsháttur vekja stórar spurningar um hvert stefni með ferðalög æðstu ráðamanna þjóðarinnar.

Það er allavega lágmark að því sé svarað hvað þetta kostar og hvort að þetta sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. Þetta eru varla góð skilaboð í krísutíð, þar sem talað er um að allir reyni að tempa niður bruðlið. Finnst þetta ekkert sérstaklega ánægjuleg þróun og er jafnmikið á móti þessu og var í tilfelli Ólafs Ragnars, sem var reyndar enn verra þar sem auðmenn voru að skutla honum milli landa og tryggja að hann gæti komist heimshorna á milli.

Ef ráðamenn þjóðarinnar geta ekki ferðast í almennu millilandaflugi með öðru fólki (Saga Class hefur í seinni tíð ekki verið neitt slor) eiga þeir að óska eftir því að ríkisstjórnin kaupi einkaflugvél handa þeim til að geta sinnt sínum verkum. Það er mun skárra - þó virðist þotulíferni hinna ríku meira að segja á undanhaldi í krísustöðunni.

Fannst reyndar fyndnast að sjá umhverfissérfræðingana í Samfylkingunni vera að verja einkaflugið hennar Ingibjargar Sólrúnar í vikunni. Já, það er margt lagt á sig fyrir flokkinn sinn og leiðtoga lífsins.

mbl.is Forsætisráherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæli frekar með svifflugu,,afar hljóðlátar,,engin mengun,, ,,

Bimbó (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband