Stefnir í góða bíóhelgi

The Departed

Það stefnir í flotta og góða bíóhelgi, eins og svo oft áður. Seinustu helgar hafa verið annasamar, með kjördæmisþingi og málefnaþingi SUS, sem var skemmtun og málefnavinna í flottu blandi. En nú verða rólegheitin. Stefni að því að fylgjast vel með úrslitum prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem fram fer í dag og á morgun. Það verða fróðleg úrslit, sem beðið er eftir með þónokkurri spennu. Það verður áhugavert að skrifa um og greina þau úrslit, þegar að þau taka að streyma inn af krafti er rökkvar annaðkvöld.

Stefni á að fara já í bíó í kvöld. Nú er The Departed, nýjasta mynd meistara Martin Scorsese, loksins komin í bíó og ég ætla svo sannarlega ekki að missa af henni. Hún hefur fengið rosalega flotta dóma og greinilega vel þess virði að skella sér í kvöld, fá sér svo auðvitað allt hið ekta bíófóður; popp, kók og Nóa kropp. Þarna eru þeir saman; Jack Nicholson, Leonardo DiCaprio og Matt Damon. Hefur verið mikið talað um þessa eðalmynd og orðrómurinn um slatta af óskarstilnefningum þegar kominn af stað.

Þakka annars þeim lesendum sem sendu mér komment á umfjöllun mína um kvikmyndina Mýrina. Hafði gaman af að skrifa um hana og naut hennar mjög í bíói á mánudaginn, enda er þetta stórfengleg og ekta íslensk úrvalsmynd sem vert er að mæla með. Hver veit nema að maður skelli sér hreinlega bara aftur um helgina og horfi á hana. Hún er svo sannarlega vel þess virði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband