Bílslys og myndbirtingar

Það er dapurlegt að heyra af enn einu bílslysinu, nú á Eyrarbakkavegi. Það sem mér finnst jafnan einna sorglegast við fréttir af svo dapurlegum slysum er að sjá sjálfan vettvang slyssins í fjölmiðlum; myndir af bílflökum og aðrar þær sorglegu aðstæður sem þar jafnan birtast. Strax núna hefur birst slík mynd hér á Netmogganum. Finnst þetta með því sorglegra.

Myndbirtingar af vettvangi umferðarslyss þjónar mjög litlum tilgangi, hef aldrei talið það skipta miklu máli að sýna bílflökin. Kannski er það ábending til annarra að svona geti farið í umferðinni, en fyrir þá sem tengjast þeim sem slasast eða láta lífið í umferðarslysi er þetta særandi myndræn umgjörð um mikinn harmleik.

Veit ekki hvort það er einhver algild regla hjá fjölmiðlum í þessum efnum. Sumir fjölmiðlar eru þó meira áberandi í þessu en aðrir eflaust. Hef séð hjá þeim sumum að þeir birta aðeins staðsetningu slyssins á korti. Það er ágætis nálgun á það finnst mér.

Finnst þetta algjör óþarfi, enda getur aðkoma að svona slysum verið virkilega sjokkerandi og vandséð hvaða erindi þær fréttamyndir eigi í fjölmiðla.

mbl.is Alvarlegt umferðarslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála þér í þessu. Ég lenti í því að missa manninn minn í bílslysi. 3-4 árum eftir slysið sá ég frétt í Fréttablaðinu með mynd af bíl mannsins míns. Maðurinn minn var í bílnum á þessari mynd, látinn. Myndin tengdist fréttinni ekkert. Það var verið að skrifa um ákveðinn stað á þjóðveginum og þessi mynd sett með. Fréttin var ekki einu sinni um slys heldur allt annað. Ég hringdi í Fréttablaðið og fékk þá "afsökun" að þau hafi verið að flýta sér að setja einhverja mynd með fréttinni. Þetta er algjört tillitsleysi við aðstandendur. Blaðamenn eiga að virða þá sem slasaðir eru, eða jafnvel látnir, og aðstandendur þeirra.

Unknown (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 12:50

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er ekki að skilja þetta viðhorf Stefán, sem ég er að sjá annað veifið frá þér og fleirum, þessi mynd og þær myndir sem MBL.is birtir af slysavetvangi eru yfirleitt í lagi og ef að þær eru einhverjum til viðvörunnar þá er það bara þess virði.

Ég hef verið aðstandandi og séð myndir af vetvangi, en nú lennti í því á fimmtudaginn var að ég sá mynd af bíl dóttur minnar og tengdasonar ílla klestum á Sandskeiði, á mynd MBL. sást enginn bíll svo nákvæmlega að hægt væri að þekkja þá, en á Vísi.is sást bíllinn enn það var nú ekki svo að númer eða nein önnur kennileyti sæjust þó svo að við höfum þekkt bílinn og í okkar tilfelli má segja að af því að við þekktum bílinn þá hafi biðin byrjað fyr, því að það vissi enginn neitt hvorki hvort að það hafi verið ákveðinn bíll eða ekki hjá löggunni eða ástand slasaðra á slysó og er bara þannig fólkið hefur nóg að gera, enn munurinn var sá að biðin byrjaði fyr enn ella, á árum áður komu svona myndir daginn eftir í blöðunum.

Enn þetta er nú bara mitt viðhorf Stefán og sem betur fer höfum við ekki öll sömu skoðannir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.4.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég er sammála þér. Það er mjög kalt og óviðeigandi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.4.2008 kl. 12:57

4 identicon

Sæll, ég er nokkuð sammála þér með það að það eigi ekki að birta myndir af slysstöðum en nú veit ég ekki hvort þú varst að meina akkúrat þessa frétt en hér eru engin flök eða neitt slíkt. Það er sagt að ,,á Selfossi skullu saman jepplingur og vörubíll á Eyrarbakkavegi klukkan hálf tólf.''  og svo myndir af staðnum, engin flök... ekki tilgreint bílategundina... svo að þessar myndir eiga rétt á sér að mínu mati. En samt sem áður er ég alveg sammála þér að það eigi ekki að sýna bílflök fyrr en fjölskylda og vinir vita af slysinu því það er eflaust óþægilegt að lesa fréttir um slys á eyrabakkavegi og sjá svo rauðu toyotuna sem maðurinn þinn fór á í vinnuna í morgun í klessu!

kveðjur, Jóhannes

Jóhannes Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 13:33

5 Smámynd: Jón Svavarsson

Enn og aftur blanda ég mér í þessar umræður ykkar og hef ég ekkert skipt um skoðun í þeim efnum, enda alveg sammála Högna og Jóhannesi. En takið eftir að þegar flökin eru sem verst farin er ekki ein sinni hægt að sjá hvaða tegund bíllinn hafi verið, blessuð sé minning hans.

Jón Svavarsson, 8.4.2008 kl. 13:47

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég er sammála þér Stefán hvaða tilgangi þjónar það.  Þessi frétta og myndbirtingar  hafa tíðkast lengi og er ég var ung kona slasaðist bróðir minn og þrír aðrir unglingar í bílslysi á Keflavíkurvegi. Mynd og fréttir voru komnar á síðu blaðanna áður en foreldrar og systkini voru látin vita. Meira að segja  númeri bifreiðarinnar kom þar fram mjög skýrt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.4.2008 kl. 13:48

7 Smámynd: Marta smarta

Þetta getur ekki verið nauðsynlegt.  Í júlí í fyrra kveikti ég á tölvunni minni í Bandaríkjunum og sá þar mynd af bíl sonar míns, og tilkynningu um að ungi maðurinn sem ók þessum bíl væri látinn af skotsárum.  Þetta voru mínar fyrstu fréttir af því slysi/morði, 5 mínútum síðar hringdi síminn og var mér þá tilkynnt um þennan voðaverknað. 
Ég vil bara mótmæla harðlega myndbirtingum af slysstöðum svona fljótt.
Engum til gagns. 

Marta smarta, 8.4.2008 kl. 14:32

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin. Met mikils að heyra sögur þeirra sem hafa upplifað viðkvæmar myndbirtingar af aðstæðum þar sem náinn ættingi hefur dáið eða slasast illa. Þetta er auðvitað bara skelfilegt og verður að taka á þessu. Það vill enginn upplifa svona. Þetta er dapurlegt.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.4.2008 kl. 18:07

9 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Svo innilega sammála þér Stefán með þessar myndbirtingar í hvelli á mbl.is td. Við erum ekki kanski einu sinni að búin að ná í þá nánustu er þeir ekkja bílana á myndunum, mér finst skömm af þessu og tel það ekki víti til varnaðar, heldur einungis til að særa. Reyndar lenti minn maður í slysi fyrir tæpu ári á flutningabíl sem leit ekki vel út með hann en betur fór en á horfðist í fyrstu, ekki það að ég hafi skellt mér á netið, hafði um nóg annað að hugsa en við eigum líka fjölskyldur í kring um okkur um allt land.  Er MJÖG á móti þessu enda hver er bættari með slíkar myndbirtingar?

Erna Friðriksdóttir, 8.4.2008 kl. 23:33

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Aðgát skal höfð i nærveru sálar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.4.2008 kl. 00:02

11 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Hef nú áður gefið þér komment á þessi mál, en það eru að verða 15 ár síðan mál sem þessi komu nálægt mér og þá var það stórbruni á fyrrum heimili mínu í miðbæ Reykjavíkur, kl.17 síðdegis,. Sjálf kom ég að brunastað en var vísað frá af lögreglu og sagt að hafa samband á stjórnstöð um upplýsingar.

Frá 17 -19 sat ég í síma að reyna að fá upplýsingar um afdrif mannsins míns, en upplýsingar fékk ég fyrst að heyra frá mömmu sem hlustaði á fréttir Ruv útvarps kl.19 , þ.e að maður hefði látist, en annar íbúi var til hemilis i húsinu og ég vissi ekki hver það var. KL. 19.30 sagði Stöð 2 frá atburði þar sem eignatjón var útliistað og sagt frá að einn maður hefði látist.

Viðbrögð mín voru þau að hringja á Stöð 2 og spyrja hvort þeir gætu sagt mér hvor íbúi hússins væri látinn ? Fátt varð um svör en þeir afsökuðu sig þá undir formerkjum samkeppni um fréttir því ruv hefði verið búið að segja frá.

Fréttir Ríkissjónvarps kl. 20. þá sýndu hins vegar mann á börum, borinn út þar sem ég mátti þekkja háralit mannsins míns en sagt var einnig frá láti manns og hann sýndur með þessu móti.

Þetta var mikil reynsla en ég sendi báðum sjónvarpsstöðvum síðar erindi vegna þessa þar sem mín ósk var að slíkt endurtæki sig ekki.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.4.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband