Góð kjörsókn í prófkjöri í Reykjavík

Valhöll

Hátt í þrjú þúsund manns greiddu atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fyrri kjördegi. Kosning fór aðeins fram í Valhöll í dag, en á morgun verður kosið á sjö stöðum í átta kjördeildum. Þetta er þó mun minni kjörsókn en var á fyrri kjördegi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, sem haldið var dagana 4. og 5. nóvember 2005. Það verður fróðlegt að sjá hvernig kjörsókn gengur á morgun, en væntanlega munu fleiri kjósa þá, rétt eins og bæði í prófkjörinu vegna þingkosninganna í nóvember 2002 og fyrrnefnds prófkjörs. Prófkjör flokksins í nóvember í fyrra er fjölmennasta prófkjör sem haldið hefur verið hérlendis.

Nokkur spenna verður væntanlega í Valhöll kl. 18:00 annaðkvöld þegar að Þórunn Guðmundsdóttir, lögfræðingur og formaður kjörnefndar, mun lesa fyrstu tölur í prófkjörinu. Eftir það verða tölur lesnar á hálftímafresti þar til að úrslit verða ljós væntanlega um eða eftir 22:00 annaðkvöld. Þetta er mjög spennandi prófkjör, einkum vegna þess að óvissan er mikil. Sjö þingmenn taka þar þátt, en þrír af þeim sem voru í tíu efstu sætum hafa tekið ákvörðun um að hætta í stjórnmálum. Davíð Oddsson hætti í stjórnmálum fyrir rúmu ári og þau Sólveig Pétursdóttir og Guðmundur Hallvarðsson hafa ákveðið að fara ekki fram í kosningunum að vori og hætta þá þingmennsku.

Alls taka 19 þátt í prófkjörinu og má búast við spennandi talningu á morgun, enda öllum ljóst að nokkrir frambjóðanda hafa verið áberandi í prófkjörsbaráttunni og stefna hátt, þegar í fyrstu atrennu. Það verður því bæði fróðlegt að sjá hvernig þingmönnunum mun ganga og ekki síður nýliðunum. Það má altént fullyrða að þetta verði eitt af mest spennandi prófkjörum hérlendis síðustu árin, enda hefur baráttan verið nokkuð hörð og litrík.

mbl.is 2.734 hafa greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband