Prófkjörið í Reykjavík - hinir tíu réttu

Sjálfstæðisflokkurinn

Prófkjörsslagurinn í Reykjavík er liðinn. Ég hef svolítið hugleitt síðustu daga hvort ég ætti að gefa upp þann lista sem ég myndi kjósa væri ég með lögheimili í Reykjavík. Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að segja hverja ég myndi kjósa væri ég þar staddur. Suma hef ég lýst yfir stuðningi við hér á vefnum og sumir frambjóðendur hafa óskað eftir nafni mínu í auglýsingar og það hefur verið auðsótt af minni hálfu, enda á ég marga góða vini í flokksstarfinu fyrir sunnan, vini sem ég hef viljað styðja opinberlega með ýmsum hætti. Það er fólk sem á stuðning skilið af minni hálfu.

Sjálfur hef ég skoðanir á því hverja ég myndi styðja, enda alla tíð verið vanur að hafa skoðanir á málunum. Ég lít enda svo á að þessi vefur minn sé lifandi vettvangur skoðana einstaklings sem hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og ekki síður að stúdera málin, bæði stjórnmál og önnur þjóðmál. En já, ég birti listann hér með og vísa á vefi þessara frambjóðenda í leiðinni, þeirra sem yfir höfuð hafa vefsíðu á netinu. Flestir frambjóðendur hafa notað netið af krafti í baráttunni og eiga auðvitað hrós skilið fyrir að hafa notað netið með líflegum hætti.

Ég skal taka það þó skýrt fram að ég myndi styðja Björn Bjarnason í annað sætið væri ég að kjósa fyrir sunnan. Ekki hefur annað verið talað um en að sumir geti ekki sagt hvern þeir styðji í annað sætið. Ég held annars að allir sem þekkja mig viti vel að ég met Björn mikils og hann á stuðning skilið frá mér allavega. En já, hér er listinn yfir þessa tíu, hann er í stafrófsröð eins og flestir sjá væntanlega.

Ásta Möller
Geir H. Haarde

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband