Stefnir í spennandi talningu í prófkjörinu

Sjálfstæðisflokkurinn

Það stefnir í spennandi kvöld í Valhöll þar sem talning fer nú fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Í fyrstu tölum kl. 18:00 var Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, í öðru sætinu en í öðrum tölum kl. 18:30 hafði Guðlaugur Þór Þórðarson færst upp í annað sætið og Björn fallið niður í það þriðja. Meðal helstu sigurvegara prófkjörsins eru greinilega Guðfinna S. Bjarnadóttir og Ásta Möller, sem eru eftir fyrstu og aðrar tölur í fjórða og fimmta sætinu. Í sjötta sætinu er Illugi Gunnarsson og í sætunum fyrir neðan eru Pétur H. Blöndal, Sigurður Kári Kristjánsson, Birgir Ármannsson og Sigríður Ásthildur Andersen.

Það er greinilegt að Guðfinna er stærsti sigurvegarinn að þessu sinni. Hún fær mjög góða kosningu í forystusveitina og sama gildir um Ástu, sem hækkar sig um fjögur sæti frá prófkjörinu árið 2002. Pétur Blöndal fellur um þrjú sæti og Sigurður Kári um eitt sæti. Birgir hækkar sig hinsvegar um eitt sæti frá síðasta prófkjöri. Mikla athygli vekur að Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur, er í ellefta sætinu, en hún sóttist eftir fjórða sætinu. Svo er merkilegt að Grazyna M. Okuniewska er í tólfta sætinu. Þetta eru mjög sterkir listar og greinilegt að úr prófkjörinu kemur sigurstranglegur hópur fólks.

Átökin verða greinilega um annað sætið og verður spennandi að fylgjast með talningunni fram á kvöldið, en úrslit munu væntanlega að fullu ljós fyrir miðnættið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband