9 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA

Sjálfstæðisflokkurinn

9 gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, sem haldið verður laugardaginn 25. nóvember nk. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag en kjörnefnd kom saman í dag til að ganga frá öllum hliðum mála.

Þeir sem gefa kost á sér eru:
Arnbjörg Sveinsdóttir, alþingismaður, Seyðisfirði,
Björn Jónasson, innheimtustjóri, Fjallabyggð,
Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri, Langanesbyggð,
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri, Akureyri,
Ólöf Nordal, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum,
Sigríður Ingvarsdóttir, verkefnisstjóri, Fjallabyggð,
Sigurjón Benediktsson, tannlæknir, Húsavík,
Steinþór Þorsteinsson, háskólanemi, Akureyri,
Þorvaldur Ingvarsson, læknir, Akureyri.

Það vekur verulega athygli að ekki skuli nema níu einstaklingar gefa kost á sér í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í þessu stóra kjördæmi. Það vekur miklar spurningar í huga mér að við skulum ekki vera með fjölmennara prófkjör en t.d. Samfylkingin er með og það stefnir t.d. í að fleiri gefi kost á sér hjá vinstri grænum í forvali heldur en hjá okkur.

Þetta er allt mikið umhugsunarefni. Það er t.d. mjög merkilegt að ekki skuli nema tveir Austfirðingar gefa kost á sér, en það er nákvæmlega sama staða og blasti við hjá Samfylkingunni. Þetta er í heild sinni allt mjög merkilegt og margt sem fer í gegnum huga mér við að líta á þessa stöðu mála sem nú kemur í ljós.

Það er greinilegt að margir leggja ekki í að halda til prófkjörs. Þar ræður margt eflaust. Ég fyrir mitt leyti ákvað að gefa ekki kost á mér af mjög mörgum ástæðum. Það er ljóst að prófkjör af þessu tagi er dýrt með þeim formerkjum sem eru í prófkjörsreglum okkar og svo er við ramman reip að draga fyrir nýliða. Þetta telst enda nokkur hákarlaslagur.

En þetta er staða mála. Hún er mjög umhugsunarverð fyrir einstakling eins og mig allavega, sem hef lengi starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í þessu kjördæmi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband