Spennandi lokastundir talningar í Valhöll

Fylgst með talningu

Mikil spenna er nú í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, þar sem líður nú að lokum talningar í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Allt frá kl. 18:30 í kvöld hefur Guðlaugur Þór Þórðarson verið í öðru sæti og Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, í hinu þriðja, en í fyrstu tölum var staðan sú að Björn var annar. Staðan hefur rokkast meira en það eftir því sem liðið hefur á kvöldið, en Illugi Gunnarsson, hagfræðingur, sem var í sjötta sæti, hækkaði sig upp í hið fimmta kl. 19:30 og höfðu hann og Ásta Möller þá sætaskipti. Mjög litlu munar í talningunni um annað, fimmta og tíunda sætið, en Sigríður Á. Andersen og Dögg Pálsdóttir takast á um hið tíunda.

Eins og ég sagði í bloggfærslu minni hér um sjöleytið er mesta spennan um annað sætið. Svo hefur verið allt frá fyrstu tölum fyrir tæpum þrem klukkutímum og verður þar til að yfir lýkur. Ef marka má viðtal Stöðvar 2 við Björn Bjarnason fyrir rúmum klukkutíma er mikil óvissa uppi um hvort að hann taki þriðja sætið, fari svo að hann nái ekki markmiði sínu um annað sætið. Hefur hann eftir það ekki tjáð sig við fjölmiðlamenn og er óvissa uppi í þeim herbúðum. Mikla athygli hefur vakið að Björn fór ekki í Valhöll til að fylgjast með talningu en dvaldi þess í stað að kosningaskrifstofu sinni að Skúlagötu 51.

Það eru nokkrar sviptingar í þessu prófkjöri. Versta skellinn virðist fá Pétur H. Blöndal sem var í öðru sæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna áður en fellur nú niður í hið fjórða á sama framboðslista. Sigurður Kári fellur um eitt sæti en er með sömu stöðu á framboðslista og var árið 2002 á meðan að Birgir hækkar sig um sæti.

Sigurvegarar kvöldsins eru án nokkurs vafa þau Illugi og Guðfinna, sem komast alveg ný inn í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hafandi aldrei farið í framboð áður.

Áhugaverðar verða næstu klukkustundir og ekki síður eftirleikurinn er úrslitin verða greind. Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum efstu manna við úrslitum.

mbl.is Uppröðun óbreytt þegar 5.512 atkvæði hafa verið talin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Já það er spennandi að sjá hvað verður. Guðfinna kemur stekt inn og Illugi líka, svolítið skondið að sjá hann þarna í framasveit því að mig minnir að foreldrar hans séu ansi sterkir á öðrum stað í pólitík, allavega var það þegar faðir hans var kennari hér norðan heiða. Ég er sammála að það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum manna, sérstaklega Björns og Péturs

Sigrún Sæmundsdóttir, 28.10.2006 kl. 21:56

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl

Þakka þér fyrir kommentið. Guðfinna og Illugi eru sterkir kandídatar. Var eiginlega alltaf viss um að þau myndu ná öruggum þingsætum, enda með sterka prófkjörsbaráttu og líflega kynningu á sér og stefnumálum sínum. Þau voru stjörnur baráttunnar, Sigga Andersen stóð sig líka vel í baráttunni. Það er fínt að fá hana í baráttusæti.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.10.2006 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband