Samgönguyfirvöld vakna til lífsins

Frá Reykjanesbraut Mikið er nú gott að heyra að samgönguyfirvöld hafi vaknað til lífsins og gert eitthvað til að bæta stöðu mála á hinum umdeilda kafla Reykjanesbrautar þar sem fjöldi slysa hefur orðið að undanförnu. Var löngu kominn tími til. En það þurfti enn eitt slysið til og samgönguyfirvöld urðu að finna fyrir reiði almennings til að eitthvað yrði gert.

Svona sleifarlag má ekki gerast aftur. Við eigum að eiga betra skilið en svo að horfa upp á svona aðgerðarleysi langtímum saman án þess að nokkur valdsins maður hafi frumkvæði til að gera eitthvað. Það á að vera skylda Vegagerðar og samgönguráðuneytisins að tekið sé á málum í stöðu sem þessari og ekki þurfi að bíða eftir slysum til að mál séu leyst.

Held að þetta mál með Reykjanesbrautina sé skólabókardæmi um hvernig eigi alls ekki að gera hlutina. Vona að þeir sem ráða för hafi lært eitthvað á þessu. Það er alveg ólíðandi að ekki sé gripið til heimilda í lögum til að hefja framkvæmdir að nýju. Það er stóri skandall þessa máls og mesti áfellisdómurinn yfir þeim sem ráða för. Þrátt fyrir öllu fögru fyrirheitin eftir slysið í gær stendur það stórklúður algjörlega eftir og verður að sjálfsögðu að gera upp.

Þetta er auðvitað embættisafglöp hjá þeim sem ráða för. Viðkomandi aðilar eiga sér ekki málsbætur. Þeir læra þó vonandi sína lexíu á þessu.

mbl.is Úrbætur á Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Legg til að vegamál á vastfjörðum verði þannig að fenginn verði bor og hann bori sig frá ísafyrði og austur isafjarðar djúp eru ekki nema 29km af jarðgöngum samtals 11km í vegum als á milli gangna göng als 5 styttir leið úr 160km niður í ca 40km munar um minna sparar snjómokstur styttir leið til ísafjarðar um 120km

bpm (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Anna

Allt of langur tími  að hafa þetta svona með alla þessa umferð þarna um. Löngu tímabær lagfæring.

Anna, 10.4.2008 kl. 23:32

3 identicon

Þannig að þó svo að við hvert slys hafi merkingum verið fjölgað,settar upp keilur, þrengingin lengd og sett upp blikkandi aðvörunarljós þá eru það samgönguyfirvöld sem bera ábyrgð á því að einhver slasi sig á tvöföldum hámarkshraða í fljúgandi hálku?

sigkja (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband