Sturla boðar mótmæli - alveg að missa sig

Bílstjórum gefið í nefið Ekki var kjaftasagan, sem fór um netið í gærkvöldi um að bílstjórarar ætluðu sér að lama höfuðborgina með mótmælum í dag, rétt. En það má skilja þessi ummæli Sturlu Jónssonar þannig að mjög stutt sé í þau. Hann talar sérstaklega um að dauðarefsingin sé ekki í gildi á Íslandi og því ekki hætta á ferðum - þeim sem brjóta af sér sé heldur ekki refsað mikið.

Mér finnst reyndar ummæli Sturlu með þessari frétt einum of og finnst mótmæli þeirra vera að fara endanlega út í einhverja vitleysu ef talsmaður þeirra ætlar að missa sig í svona talsmáta. Held að menn ættu aðeins að fara að róa sig niður og tjá sig með einhverjum snefil af stillingu og yfirvegun heldur en koma með yfirlýsingar af því tagi og kemur nú frá Sturlu.

Held að svona derringur og oftúlkanir gagnist bílstjórum ekki neitt í þeirra baráttu. Það fer þá kannski svo að bílstjórar missa endanlega samúð almennings í baráttu þeirra vegna eldsneytisverðs áður en hápunkti þeirra er náð.

mbl.is Sturla: „Málið verður klárað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ekki get ég tekið undir orð Árna hér að ofan. Sturla og hans kollegar eru að sýna óánægju sína í verki, sem ég tel virðingarvert framtak í sjálfu sér. Vandinn liggur í því að ekki er um skipulögð mótmæli að ræða að því leiti að framkvæmdaáætlun vantar sem tekur á útgönguleið atvinnubílstjóra.

Aðstöðumunurinn milli ríkisins og þeirra er sá að ríkið getur látið handtaka mótmælendur og jafnvel hneppt þá í fangelsi, en atvinnubílstjórar geta einungis pirrað ráðherra.

Atvinnubílstjórar gerðu réttast að finna ráðagóða menn, sem geta hjálpað þeim að koma sínum málum á dagskrá í fjölmiðlum og á þingi og finna nýjar leiðir til að mótmæla, sem ekki hafa neikvæð áhrif á almenning.

Við hin þurfum að gera okkur grein fyrir því að beint og óbeint eru þessir menn allir að vinna fyrir okkur, hvort heldur með útkeyrslu á vörum, í jarðvinnu vegna byggingaframkvæmda eða vegagerð. 

Sigurður Ingi Jónsson, 11.4.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband